Són - 01.01.2008, Blaðsíða 135
LJÓÐ SEM BÍTA, ÖSKRA, STRJÚKA OG HVÍSLA 135
sem hann ann og „með hófadyn í hjartastað“ stingur hann sér í
strauminn og ætlar engum að þyrma.
Mannfólkið getur þráð annað en ást á landi og ást á öðru fólki. Það
getur meðal annars girnst steina, og eins og ástin geta þeir ýmist verið
sárasaklausir eða lífshættulegir. Um þetta yrkir Sjón í Söng steinasafnar-
ans sem tilnefnd var til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki
fagurbókmennta. Bókin skiptist í fjóra hluta, alls 22 ljóð, þar á meðal
örstutt náttúruljóð og aðrar smáperlur en mest áhersla er lögð á
steinasafnarann sem þekkir ekkert betra en steina:29
steininn bar hann á sér alla tíð síðan.
á ferðalögum tók hann fram gripinn og
andaði á hann, pússaði með jakkaerminni,
starði sem fastast í gljáandi yfirborðið.
í vinnunni brá hann sér afsíðis með hann
og andaði á hann, pússaði á skyrtuerminni,
starði sem fastast í gljáandi yfirborðið.
þar var allt, dýpra náði sjón hans ekki
Steinarnir eru mjúkir og harðir, ávalir og oddhvassir og þeir lenda í
höfðinu á eiginkonunni fyrrverandi, drykkjufélaga, nauti, hundi og
fleiri kvikindum. En steinasafnarinn sjálfur er einn og vinalaus en
virðist þó finna hamingjuna, eða að minnsta kosti fegurðina, í stein-
unum: „brennisteinn – pýrit – ópall / og jaspis – kæru vinir! / engu
ykkar hefi ég / gleymt“30. Steinar eru til margs nýtilegir, bæði góðs og
ills, og bókinni lýkur á ljóðinu ,,tilraun til endurlífgunar dúu khalil
aswad“,31 þar sem segir frá því að „hnullungurinn ann sér ekki hvíld-
ar fyrr en hann / hafnar í líkama ástfanginnar sautján ára stúlku“ og
skáldið býður „guði trúbræðra hinnar grýttu“ ljóð sitt í skiptum fyrir
líf hennar. Nú boða steinarnir hvorki hamingju né fegurð heldur hef-
ur verið breytt í morðvopn.
Margir hrósuðu þessari bók og gagnrýnendur lofuðu hana í há-
stert, t.d. Ása Helga Hjörleifsdóttir sem rýndi í bókina fyrir Víðsjá og
hafði þetta að segja um textann:32
29 Sjón (2007:12).
30 Sjón (2007:36).
31 Sjón (2007:44-45).
32 Ása Helga Hjörleifsdóttir (2007:18).