Són - 01.01.2015, Page 18
16 Arndís HuldA Auðunsdóttir og AðAlHeiður guðmundsdóttir
Um ævi Sigurðar Breiðfjörð
Sigurður Eiríksson Breiðfjörð fæddist 4. mars 1798 í Rifgirðingum,
eyjum í mynni Hvammsfjarðar. Hann var sonur Eiríks Sigurðssonar og
Ingibjargar Bjarnadóttur og erfði skáldagáfuna úr báðum ættleggjum
(Jóhann Gunnar Ólafsson 1948:36). Ungur byrjaði hann að yrkja og
segir sjálfur í tveimur mansöngvum að hann hafi ort sína fyrstu rímu
ellefu vetra, en sú ríma er glötuð.17 Sigurður var eitt afkastamesta og
vinsælasta rímnaskáld Íslendinga og samdi yfir 30 rímnaflokka sem þó
eru ekki allir varðveittir.18
Ævi Sigurðar var viðburðarík enda var hann gjarn á að koma sér í vand-
ræði. Hann ferðaðist víða og flutti oft og á meðal þeirra staða sem hann bjó
á má nefna Ísafjörð, Stykkishólm, Reykjavík og Vestmannaeyjar. Tvisvar
um ævina fór Sigurður til Kaupmannahafnar og dvaldi þar tímabundið. Í
fyrra skiptið var hann sextán ára og fór þá út til að nema beykisiðn fyrir
tilstuðlan Boga Benediktssonar frænda síns. Þótt hann hafi ekki lokið því
námi með prófi starfaði hann sem beykir í og með alla ævi (Jóhann Gunnar
Ólafsson 1948:37). Seinni dvöl Sigurðar í Kaupmannahöfn var stutt. Vinir
hans studdu hann til að nema þar lög árið 1830 en hann drakk fljótt út
allt sitt fé og því var námi hans sjálfhætt. Honum var þá útveguð vinna á
Grænlandi, bæði sem beykir og við að kenna Grænlendingum hákarlaveiði
(Sveinbjörn Beinteinsson 1963 IV:v–vi). Meðan á Grænlandsdvölinni stóð
orti hann sínar frægustu rímur, NÚMARÍMUR. Eftir þriggja ára dvöl þar
17 Rímur af Gústaf Adolf og Valvesi VI 2 (Sigurður Breiðfjörð 1860b:53); Rímur af Svoldar
bardaga VII 5 (Sigurður Breiðfjörð 1833:68).
18 Vinsældir Sigurðar má meðal annars sjá á því að margir af rímnaflokkum hans voru
gefnir út jafnóðum og þeir voru ortir en slíkt var óvenjulegt á þessum tíma (Sveinbjörn
Beinteinsson 1963 V:viii). Í Rímnatali Finns Sigmundssonar eru taldir upp 33 rímna-
flokkar Sigurðar. Jóhann Gunnar Ólafsson telur hins vegar upp 30 rímnaflokka í grein
sinni (Jóhann Gunnar Ólafsson 1948:55–56) á meðan Páll Valsson segir þá vera 33, og
að Sigurður sé því eitt afkastamesta rímnaskáld Íslendinga (Páll Valsson 1996:241).
Á hinn bóginn er líklegt að þeir séu a.m.k. 34, en Jóhann telur ekki upp RÍMUR AF
ALKON SKEGGJABRÓÐUR, RÍMUR AF FRIÐRIKI LANDSTJÓRNARA, RÍMUR AF ÁSMUNDI OG RÓSU og
RÍMU AF REISU SIGURÐAR BREIÐFJÖRÐ TIL KAUPENHAFNAR 1816 sem er þó ekki ávallt talin til
rímna (Arndís Hulda Auðunsdóttir 2015:16). Auk þess er Sigurður talinn eiga hluta
af ÞJÓARÍMU (ÞJÓATORREKI) ásamt Jóni Hákonarsyni. Finnur Sigmundsson telur ekki upp
JÓMSVÍKINGARÍMUR FYRRI sem skáldið mun hafa ort ungt að aldri (Finnur Sigmundsson
1966:125). Páll Valsson segir 31 rímnaflokk Sigurðar varðveittan en í ritgerð Arndísar
Huldu er talið að einungis 26 séu varðveittir og að flestir þeirra hafi verið gefnir út (yfir lit
yfir varðveitta rímnaflokka Sigurðar má sjá í Arndís Hulda Auðunsdóttir 2015:10). Að
auki hefur honum verið eignuð RÁÐHILDAR RÍMA sem er skráð í handrit frá síðari hluta
19. aldar (handritið er í einkaeign Aðalheiðar Guðmundsdóttur). Auk frum útgáfna
rímnanna má nefna Rímnasafn Sigurðar Breiðfjörð sem Sveinbjörn Beinteinsson gaf út.