Són - 01.01.2015, Síða 18

Són - 01.01.2015, Síða 18
16 Arndís HuldA Auðunsdóttir og AðAlHeiður guðmundsdóttir Um ævi Sigurðar Breiðfjörð Sigurður Eiríksson Breiðfjörð fæddist 4. mars 1798 í Rifgirðingum, eyjum í mynni Hvammsfjarðar. Hann var sonur Eiríks Sigurðssonar og Ingibjargar Bjarnadóttur og erfði skáldagáfuna úr báðum ættleggjum (Jóhann Gunnar Ólafsson 1948:36). Ungur byrjaði hann að yrkja og segir sjálfur í tveimur mansöngvum að hann hafi ort sína fyrstu rímu ellefu vetra, en sú ríma er glötuð.17 Sigurður var eitt afkastamesta og vinsælasta rímnaskáld Íslendinga og samdi yfir 30 rímnaflokka sem þó eru ekki allir varðveittir.18 Ævi Sigurðar var viðburðarík enda var hann gjarn á að koma sér í vand- ræði. Hann ferðaðist víða og flutti oft og á meðal þeirra staða sem hann bjó á má nefna Ísafjörð, Stykkishólm, Reykjavík og Vestmannaeyjar. Tvisvar um ævina fór Sigurður til Kaupmannahafnar og dvaldi þar tímabundið. Í fyrra skiptið var hann sextán ára og fór þá út til að nema beykisiðn fyrir tilstuðlan Boga Benediktssonar frænda síns. Þótt hann hafi ekki lokið því námi með prófi starfaði hann sem beykir í og með alla ævi (Jóhann Gunnar Ólafsson 1948:37). Seinni dvöl Sigurðar í Kaupmannahöfn var stutt. Vinir hans studdu hann til að nema þar lög árið 1830 en hann drakk fljótt út allt sitt fé og því var námi hans sjálfhætt. Honum var þá útveguð vinna á Grænlandi, bæði sem beykir og við að kenna Grænlendingum hákarlaveiði (Sveinbjörn Beinteinsson 1963 IV:v–vi). Meðan á Grænlandsdvölinni stóð orti hann sínar frægustu rímur, NÚMARÍMUR. Eftir þriggja ára dvöl þar 17 Rímur af Gústaf Adolf og Valvesi VI 2 (Sigurður Breiðfjörð 1860b:53); Rímur af Svoldar bardaga VII 5 (Sigurður Breiðfjörð 1833:68). 18 Vinsældir Sigurðar má meðal annars sjá á því að margir af rímnaflokkum hans voru gefnir út jafnóðum og þeir voru ortir en slíkt var óvenjulegt á þessum tíma (Sveinbjörn Beinteinsson 1963 V:viii). Í Rímnatali Finns Sigmundssonar eru taldir upp 33 rímna- flokkar Sigurðar. Jóhann Gunnar Ólafsson telur hins vegar upp 30 rímnaflokka í grein sinni (Jóhann Gunnar Ólafsson 1948:55–56) á meðan Páll Valsson segir þá vera 33, og að Sigurður sé því eitt afkastamesta rímnaskáld Íslendinga (Páll Valsson 1996:241). Á hinn bóginn er líklegt að þeir séu a.m.k. 34, en Jóhann telur ekki upp RÍMUR AF ALKON SKEGGJABRÓÐUR, RÍMUR AF FRIÐRIKI LANDSTJÓRNARA, RÍMUR AF ÁSMUNDI OG RÓSU og RÍMU AF REISU SIGURÐAR BREIÐFJÖRÐ TIL KAUPENHAFNAR 1816 sem er þó ekki ávallt talin til rímna (Arndís Hulda Auðunsdóttir 2015:16). Auk þess er Sigurður talinn eiga hluta af ÞJÓARÍMU (ÞJÓATORREKI) ásamt Jóni Hákonarsyni. Finnur Sigmundsson telur ekki upp JÓMSVÍKINGARÍMUR FYRRI sem skáldið mun hafa ort ungt að aldri (Finnur Sigmundsson 1966:125). Páll Valsson segir 31 rímnaflokk Sigurðar varðveittan en í ritgerð Arndísar Huldu er talið að einungis 26 séu varðveittir og að flestir þeirra hafi verið gefnir út (yfir lit yfir varðveitta rímnaflokka Sigurðar má sjá í Arndís Hulda Auðunsdóttir 2015:10). Að auki hefur honum verið eignuð RÁÐHILDAR RÍMA sem er skráð í handrit frá síðari hluta 19. aldar (handritið er í einkaeign Aðalheiðar Guðmundsdóttur). Auk frum útgáfna rímnanna má nefna Rímnasafn Sigurðar Breiðfjörð sem Sveinbjörn Beinteinsson gaf út.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.