Són - 01.01.2015, Síða 46
44 Þórður HelgAson
Ljóst er að smám saman varð búningurinn, sjálf listin, aðalatriðið.
Skáldin tóku að líta á sig sem listamenn, mállistamenn, fólk með sér-
staka hæfileika til tjáningar (Kristensen 1962:50). Í þessari þróun sat
list hljómanna ekki hjá heldur varð mörgu skáldinu nýr brunnur til að
ausa úr. Sven Møller Kristensen bendir á þá hugsanlegu skýringu að
ljóðlistin hafi að miklu leyti skilist við tónlistina, en tónlist orðanna
sjálfra, hljómurinn, komið í staðinn. „Det er som om man efter digt-
ningens farvel til musiken søger at genvinde det tabte på nye veje; som
om man føler et savn.“ List hljómsins verður því eitt merki um þróun
fagurfræðinnar á rómantískum tíma og „bliver med romantikens komme
dyrket mere seriøst og efterhånden ophøjet til et rafineret suggestivt
middel“ (Kristensen 1970:57). Segja má að í þessum orðum Kristensens,
og raunar fleiri erlendra fræðimanna, geri hann hlut rómantíkurinnar
meiri en ástæða er til, að minnsta kosti ef litið er til íslenskrar ljóðlistar,
enda ljóst, eins og fram hefur komið, að íslensk skáld höfðu lengi áður
tengt viss hljóð ákveðnum aðstæðum eins og berlega sést í rímunum.
Talsvert var fjallað um hljóðin og virkni þeirra á nítjándu öld og langt
fram á hina tuttugustu þótt lítt sæjust þess merki hér heima. Jafnljóst er
að með tilkomu hins frjálsa ljóðforms dró úr því. Bókmenntafræðingum
og öðrum varð starsýnna á annað, einkum það sem til nýjunga horfði,
nýstárlegt mynd- og táknmál. Hlutverk viðtakanda, lesanda, og afstaða
hans til textans, einkum eftir formbyltinguna svokölluðu um miðja 20
öld; honum er ljóst að til annars er ætlast af honum en greina hljóð.
Ekki er þó annað að sjá en nú hafi vaknað á þessu formeinkenni nýr
áhugi, ef til vill vegna þess að margir beina nú sjónum sínum að eldri
formum (Kittang og Aarseth 1968:61).
Sigurjón Friðjónsson fjallar um hljóma og aukna ásókn myndrænna
lýsinga í ljóðum í formála Ljóðmæla sinna sem út komu árið 1928 og
þykist sjá þar þróun:
Það mun mega teljast vafalaust, að hið hljóðræna eða ómræna í ljóð-
listinni sé það í eðli hennar, sem beinast sprettur upp af tilfinninga-
lífi mannsins og upprunalegast er, eins og orðið ljóð, þ.e. hljóð, ber
meðal annars vitni um. En hitt er líka víst, að hið ómræna í listinni
hefir snemma tekið hið myndræna sér til fylgilags og oft í þeim stíl,
að það verður yfirgnæfandi. Í íslenzkum nútíðarskáldskap er það líka
svo, að myndlistin yfirgnæfir ómlistina …
(Sigurjón Friðjónsson 1928:3)