Són - 01.01.2015, Síða 46

Són - 01.01.2015, Síða 46
44 Þórður HelgAson Ljóst er að smám saman varð búningurinn, sjálf listin, aðalatriðið. Skáldin tóku að líta á sig sem listamenn, mállistamenn, fólk með sér- staka hæfileika til tjáningar (Kristensen 1962:50). Í þessari þróun sat list hljómanna ekki hjá heldur varð mörgu skáldinu nýr brunnur til að ausa úr. Sven Møller Kristensen bendir á þá hugsanlegu skýringu að ljóðlistin hafi að miklu leyti skilist við tónlistina, en tónlist orðanna sjálfra, hljómurinn, komið í staðinn. „Det er som om man efter digt- ningens farvel til musiken søger at genvinde det tabte på nye veje; som om man føler et savn.“ List hljómsins verður því eitt merki um þróun fagurfræðinnar á rómantískum tíma og „bliver med romantikens komme dyrket mere seriøst og efterhånden ophøjet til et rafineret suggestivt middel“ (Kristensen 1970:57). Segja má að í þessum orðum Kristensens, og raunar fleiri erlendra fræðimanna, geri hann hlut rómantíkurinnar meiri en ástæða er til, að minnsta kosti ef litið er til íslenskrar ljóðlistar, enda ljóst, eins og fram hefur komið, að íslensk skáld höfðu lengi áður tengt viss hljóð ákveðnum aðstæðum eins og berlega sést í rímunum. Talsvert var fjallað um hljóðin og virkni þeirra á nítjándu öld og langt fram á hina tuttugustu þótt lítt sæjust þess merki hér heima. Jafnljóst er að með tilkomu hins frjálsa ljóðforms dró úr því. Bókmenntafræðingum og öðrum varð starsýnna á annað, einkum það sem til nýjunga horfði, nýstárlegt mynd- og táknmál. Hlutverk viðtakanda, lesanda, og afstaða hans til textans, einkum eftir formbyltinguna svokölluðu um miðja 20 öld; honum er ljóst að til annars er ætlast af honum en greina hljóð. Ekki er þó annað að sjá en nú hafi vaknað á þessu formeinkenni nýr áhugi, ef til vill vegna þess að margir beina nú sjónum sínum að eldri formum (Kittang og Aarseth 1968:61). Sigurjón Friðjónsson fjallar um hljóma og aukna ásókn myndrænna lýsinga í ljóðum í formála Ljóðmæla sinna sem út komu árið 1928 og þykist sjá þar þróun: Það mun mega teljast vafalaust, að hið hljóðræna eða ómræna í ljóð- listinni sé það í eðli hennar, sem beinast sprettur upp af tilfinninga- lífi mannsins og upprunalegast er, eins og orðið ljóð, þ.e. hljóð, ber meðal annars vitni um. En hitt er líka víst, að hið ómræna í listinni hefir snemma tekið hið myndræna sér til fylgilags og oft í þeim stíl, að það verður yfirgnæfandi. Í íslenzkum nútíðarskáldskap er það líka svo, að myndlistin yfirgnæfir ómlistina … (Sigurjón Friðjónsson 1928:3)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.