Són - 01.01.2015, Síða 60

Són - 01.01.2015, Síða 60
58 Þórður HelgAson Ulla Albeck tekur undir orð Andersens og segir: „Ved Analyse af Klangenes sjælelige Indhold løber man let den Risiko at overeksponere, idet den individuelle Fornemmelse overfor samme Klangfænomen kan være overmaade forskellig …“ (Albeck 1973:141). Kjeld Gall Jørgensen er þetta einnig hugleikið er hann veltir því fyrir sér hvort hljóð hafi merk- ingu í sjálfum sér í bókmenntaverkum, en telur að vandi þess sem fjallar um verk höfunda liggi í því að ákveða hvort um tilviljanir sé að ræða, er einstök hljóð eru könnuð, eða um markvissa, meðvitaða viðleitni höfunda (Jørgensen 1996:22). Nøjgaard afneitar ekki áhrifum hljóðanna: „Der findes dog tilfælde, hvor det er vanskeligt at benægte tilstedeværelsen af en vis lydsymbolik, men i så fald må man næsten kræve, at teksten selv lægger op til en sådan fortolkning, som ellers let bliver helt arbitrær“ og bendir á að slík „ordmusik“ hafi ekki í sér fólgna nokkra merkingu, en taki hins vegar þátt í að skapa „vis „stemning““ (Nøjgaard 1993:76). Öll varnaðarorðin eru góðra gjalda verð. Það er hins vegar hægt að slá því föstu að hljóðin og virkni þeirra hafa mjög mikla þýðingu fyrir mörg skáld og lesendur einnig. Kittang og Aarseth segja að stundum sé það svo áberandi „at man kan snakke om rene lydmalerier …“ (Kittang og Aarseth 1968:122 ). Haft er eftir Dylan Thomas er hann lýsti því hvað kveikti í honum sem skáldi að hann hafi frá barnæsku skynjað orðin „as the notes of bells, the sounds of musical instruments, the noises of wind, sea, and rain, the rattle of milkcarts, the clopping of hooves on cobbles, the fingering of branches on the window pane, might be to someone, deaf from birth, who has miraculously found his hearing“ (sjá Kennedy 1986:122). Þegar kemur að því að meta gildi hljóða fyrir merkingu eða hug- hrif er margs að gæta. Rímatkvæði skipta þar verulegu máli, enda fá hljóðin þar meiri áherslu en önnur hljóð ljóðsins. Það þarf einngi að huga að áherslum, hvort hljóðin eru í áhersluatkvæðum, hákveðum eða lágkveðum. Máli skiptir einnig að ljóðstafir geta skipt máli, einkum er þeir taka undir með öðrum hljóðum. Ljóst er að eiginlegum rannsóknum á þessu efni hefur enn sem komið er hvorki verið sinnt mikið hér á landi né erlendis, enda ef til vill ekki hægt um vik. Því verður hér að miklu leyti stuðst við eigin til- finningu auk þess sem vitnað verður til þeirra sem um efnið hafa fjallað sem raunar standa í sömu sporum og greinarhöfundur; meta stíláhrif hljóða meira og minna eftir því hvernig þau orka á skynjun hverju sinni í tengslum við merkingu. Sameiginleg reynsla verður því oft á tíðum látin skera úr um niðurstöðu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.