Són - 01.01.2015, Síða 160

Són - 01.01.2015, Síða 160
158 AnnA ÞorBjörg ingólfsdóttir Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi Að Guðrúnu Stefánsdóttur stóðu sterkir stofnar og hún ólst upp í menningarlegu umhverfi í Fagraskógi við Eyjafjörð. Hún var systir skáldsins Davíðs Stefánssonar og ekki að efa að hún hafi snemma orðið handgengin skáldskap og reynt fyrir sér í þeim efnum. Hún mennt- aðist vel heima í Fagraskógi en þráði að sækja sér frekari menntun í æðri skólum. Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir segir í inngangs- orðum sínum að Guðrúnu hafi sviðið sárt að vera ekki styrkt til náms eins og bræður hennar. Engu að síður tókst henni að komast í fjórða bekk Kvennaskólans og ljúka þaðan prófi á einu ári með góðum vitnis- burði vorið 1913, þá tæplega tvítug að aldri (Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir 2015:bls. iii). Guðrún var einn vetur í Svíþjóð. Um það segir Ragnheiður: „Fyrir Guðrúnu var það liður í menntun og uppfræðslu að „sigla“ og fá reynslu af menningu og siðum annarrar þjóðar“ (bls. iii−iv). Guðrún vann fyrir sér við þjónustustörf en líkaði illa í Svíþjóð og kom aftur heim og fór að vinna, fyrst í Landsbankanum en svo hjá Veðurstofunni. Þar vann hún til ársins 1930 er hún giftist Jóni Magnússyni, skáldi og beyki. Guðrún og Jón eignuðust þrjár dætur en misstu einn son í vöggu (bls. vii−viii). Guðrún bar alla tíð hag kvenna mjög fyrir brjósti. Hún var um tíma virk í Kvenréttindafélagi Íslands og sat þar í stjórn í nokkur ár. En þekkt- ust er Guðrún fyrir að hafa stofnað, ritstýrt og gefið út tímaritið Nýtt kvennablað frá 1940−1967, fyrstu árin með Maríu Knudsen og Jóhönnu Þórðardóttur en ein eftir að samstarfskonur hennar létust, Jóhanna 1942 og María 1946. Og eftir að Jón, eiginmaður hennar, lést árið 1944 hafði hún lifibrauð sitt að mestu af sölu blaðsins (bls. viii−xi). Árið 1927 birtust fyrstu ljóð Guðrúnar Stefánsdóttur á prenti í tímaritinu Dropum sem birti eingöngu skáldskap eftir konur en flest ljóð sín birti hún í Nýju kvennablaði eins og áður er komið fram. Um ljóð og ljóðagerð Guðrúnar segir Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir að hún hafi skipað sér á bekk með nýrómantísku skáldunum á þriðja áratugnum þar sem bróðir hennar, Davíð Stefánsson, var í fremstu röð (bls. vi). Hún telur að Guðrún hafi staðið í skugga hans og það hafi ef til vill ráðið því að hún réðst aldrei í að gefa út ljóðabók sjálf (bls. xvi). Ragnheiður segir enn fremur að sér sé það „ekki ljóst hvort Guðrún leit raunverulega á sig sem skáld eða hvort ljóðin voru henni fyrst og fremst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.