Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 151
ÞRJÚ FRUMBRÉF FRÁ 15.-16. ÖLD
149
Guðmundson er sennilega sá hinn sami og var prestur á Staðarbakka í Mið-
firði um þetta leyti. Hinir eru nöfnin tóm: Guðmundur Skúlason (varla sá hin
sami og var prestur á Melstað í Miðfirði og fékk lausn frá starfi 1491), Gunnar
Þórðarson, Jón Jónsson, Olafur Klængsson.6
í bréfinu staðfesta þessir menn að í eitt ár skuli Gottskálki biskupi
(Nikulássyni) dæmast sú kirkjutíund sem leggst til sérhverrar alkirkju í
Hólabiskupsdæmi. Gottskálk var næstsíðasti biskup á Hólum fyrir siðaskipti
(1496-1520). Er þetta greiðsla fyrir útlagðan ferða- og uppihaldskostnað
biskups, líklega er hann fór utan til Noregs til biskupsvígslu. Olafur frændi
hans Rögnvaldsson, biskup á Hólum, dó árið 1495, en hjá honum hafði Gott-
skálk verið frá 1488, sennilega kirkjuprestur á Hólum. Gottskálk virðist hafa
tekið við starfi Ólafs strax 1496 en hélt utan 1497, vígðist biskupsvígslu í
Niðarósi 1498 og kom aftur til íslands 1499 (Páll Eggert Ólason 1944:31-33).
Staðfesting þessi fór fram á Víðivöllum í Skagafirði 13. maí 1501,
fimmtudag fyrir Hallvarðsmessu. Ártalið í skjalinu er brenglað, „ml° cd°
quingintesfmo pnmo“: „ml°“ = millesimo = lOOOasti, „quingintesimo“ = 500-
asti, „primo“ = lsti, er rétt, en „cd°“ merkir 400asti og er ofaukið. Hefur skrif-
arinn enn verið með hugann við 15. öldina þegar hann setti inn dagsetninguna.
Þessi ranga dagsetning gengur aftur í afritum en er leiðrétt í Islenzku forn-
bréfasafni. Þar er prentað eftirrit úr Bps B I 13 (Bisk 3 fol), bls. 353-54,
skrifað upp 1641-42. Ártalið er þar skrifað „M. cd. qvingvatesimo primo“, þ.
e. ‘lOOOasti, 400asti, 50asti [o: quinquagesimo], lsti’, en er leiðrétt í: „d.
qvingentesimo“ í útgáfunni.
Almennar prestastefnur (synodus generalis) fyrir Hólabiskupsdæmi voru
haldnar á ýmsum stöðum í biskupsdæminu, oftast á Eyrarlandi í Eyjafirði og
á Víðivöllum í Skagafirði (Jakob Benediktsson 1972:642-43; Einar Laxness
1977:89). Hólabiskupsdæmi náði yfir Norðlendingafjórðung allan frá
Hrútafjarðará austur á Langanes. Samkvæmt kirknatölum 1429 og 1461 hafa
að lágmarki verið 257 guðshús í Hólabiskupsdæmi, en sóknarkirkjur í bisk-
upsdæminu voru 110 (Hjalti Hugason 1988:91). Kirkjutíund var 1/4 skipti-
tíundar eða lögtíundar, en það var skattur sem greiddur var af eign sem nam
fimm hundruðum (600 álnum vaðmála) eða meira; skiptitíund var skipt jafnt
milli biskupa, presta, kirkna og þurfamanna. Það hefur því verið umtalsverð
upphæð sem Gottskálk biskup fékk í sinn hlut, en hann er líklega sá biskup á
6 Sú vitneskja sem hér er dregin saman er einkum fengin úr ritinu Prestatal og prófasta á Is-
landi (Sveinn Níelsson 1950), en einnig var stuðst við Islenzkar æviskrár og registur Islenzks
fornbréfasafns.