Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 262
260
GRIPLA
skýringartexta sem eru í bókinni. Þær eru ekki alltaf auðkenndar nógu
greinilega (t.d. 260), jafnvel þó að letur sé ávallt smækkað, og hefði verið
betra að númera þær eða afmarka með einhverju móti frá megintextanum. Það
er sjálfsögð krafa að slíkar skrár fylgi fræðiverkum, enda verða þau að-
gengilegri fyrir vikið.
Gísli vitnar í margskonar útgáfur í bókinni, og gerir hann grein fyrir
verklagi sínu á bls. 53. Hann vitnar jafnan í lesútgáfur Svarts og hvítu með
nútímastafsetningu, þar sem þeirra nýtur við, en þar sem hann hafi stuðst við
nafnaskrár og upplýsingar í Islenzkum fornritum í kaflanum um Austfirðinga-
sögur, hafi verið eðlilegt að vitna til textanna þar eftir þeim útgáfum. Jafnvel
þó að hér sé allrar sanngimi gætt, er stflbrot að fara þannig úr einu málstigi í
annað. Á nokkrum stöðum er vitnað til stafréttra útgáfna (t.d. 58, 70, 139),
jafnvel þó að textafræðileg efni séu ekki til umfjöllunar. Þessar tilvísanir
stinga í stúf við meginmálið og gefa til kynna ‘sérstök textavandræði’ (eins og
Gísli orðar það) hér fremur en annars staðar. En það á ekki við í þessum
tilvikum. Ég spyr því hvort ekki hefði verið rétt að samræma allar tilvitnanir
til sama málstigs, nútímamáls eða samræmdrar stafsetningar?
Gísli gerir yfirleitt prýðilega grein fyrir varðveislu þeirra texta sem hann
fjallar rækilega um, s.s. Vínlandssagna og Austfirðingasagna, en umræðan er
dreifð í köflunum, og því hefði verið nauðsynlegt, að mínu mati, að rökræða
hvemig nota beri handritin sem heimildir í ljósi sjónarhoms Gísla á hina
munnlegu hefð. Einmitt hér stöndum við á mótum munnlegrar og ritaðrar
menningar, og handritið sjálft — ekki aðeins textinn eins og hann er varð-
veittur þar — er glugginn inn í þennan horfna heim. Gísli ræðir handritin eins
og þau hefðu orðið til á sama tíma, sérstaklega í kaflanum um Austfirðinga-
sögur, og endurspegli alltaf sömu munnlegu hefð.4 En var sú hefð ekki breyti-
leg á ólíkum tímum? Varðveisla Austfirðingasagna í handritum, aldur handrit-
anna, og þar með sagnanna, og textabreytingar, hljóta að skipta einhverju máli
fyrir túlkun okkar á þessum sögum í ljósi munnlegrar hefðar. Því kemur á
óvart að hann hnykki á því á síðustu blaðsíðum ritgerðarinnar, að aldur sagn-
anna skipti ekki máli. Hvert handrit er að mati Gísla ávitult um hina munnlegu
hefð, en hvað með sautjándu aldar handrit Vopnfirðinga sögu? Erum við þar
ekki komin langt frá hinni munnlegu hefð, jafnvel þó að skrifarar þessara
handrita séu að skrifa upp gömul handrit? Hver var hin munnlega hefð á þeim
tíma? Eða í tilviki Fljótsdælu, sem var rituð síðar en hinar sögumar? Umræða
4 Umræðan um handrit Austfirðingasagna er aftarlega í kaflanum (159, 173, 174-5), en ekki er
gert mikið úr textasamanburði þar.