Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 299
ANDMÆLARÆÐUR
297
þeirra og hvemig því var niðurskipað, og svo hvar handritin vom varðveitt. Á
það hefur verið bent að einungis tvö handrit séu nú til sem hafi að geyma Hkr.
alla eins og við þekkjum hana. Þetta em handritin Kringla og AM 39 fol. Bæði
handritin em skert og Kringla er, fyrir utan eitt blað, aðeins til í eftirritum. Um
Kringlu er það vitað að hún er komin til Noregs á öndverðri 16. öld en var
skrifuð á þeirri 13. af íslenskum manni. Það verður því ekki fullyrt að þessi
tvö handrit hafi einvörðungu verið ætluð íslendingum, en þau handrit sem að
meginhluta heyra til sömu textahefð, Fríssbók, AM 45 fol, Eirspennill, AM 47
fol, og Jöfraskinna, sem til var skert á 17. öld, vom öll að því er ætla má gerð
fyrir norskan markað og voru í Noregi á miðöldum. Það er athyglisvert við
þessar skinnbækur, bæði þær sem varðveist hafa í upphaflegri mynd og upp-
skriftimar, að þær hafa aðeins að geyma hluta af þeim texta sem við nefnum
Hkr. Saman við þessa texta er svo stundum spyrt Sverris sögu og Hákonar
sögu Hákonarsonar. Ef litið er til textahefðar Msk., þá er ljóst að enginn af
þeim textum hefur verið í Noregi á miðöldum; Msk. fer ekki úr landi fyrr en á
17. öld, Hulda og Hrokkinskinna ekki heldur og hið sama gildir um Flateyjar-
bók. Þó að vitnisburðimir séu ekki margir, og gera megi ráð fyrir að einhver
handrit hafi glatast bæði hér og í Noregi, þá virðist mega álykta af þessu að
textahefð Msk. hafi verið íslensk; textarnir hafa verið ætlaðir Islendingum.
Þetta styðja og hinir svokölluðu þættir. Upphaf margra þeirra vísar beint til
íslenskra manna, þeir spretta fram í frásögninni án nákvæmrar ættfærslu eða
kynningar. Það er eins og gert sé ráð fyrir að allir áheyrendur eða lesendur
kannist við þá:
Þorvarðr hét maðr krákunef, vestfirzkr maðr at kyni, auðigr maðr ok
drengr góðr (Morkinskinna\2Q\).
Eitt sumar kom skip af íslandi ok var þar á Sneglu-Halli. Hann var
norðlenzkr at ætt. Honum var svá farit at hann var skáld ok forylfðiz
heldr fás í orðum sínum (Morkinskinna:234).
Maðr hét Auðun, vestfirzkr at kyni ok félítill. Hann fór utan vestr þar í
fjprðum með umbráði Þorsteins búanda góðs ok Þóris stýrimanns er
þar hafði þegið vist of vetrinn með Þorsteini (Morkinskinna: 180).
Allir þættir sem um Islendinga fjalla byrja á þennan veg umbúðalaust,
eiginlega in medias res. Tengingar þeirra em stundum mjög lausar við undan-