Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 201
STAFRÉTT EÐA SAMRÆMT?
199
vegu. Jafnframt eru innan hverrar fræðigreinar oft og tíðum uppi ólík viðhorf
um það hvemig taka eigi á textum sem viðfangsefni. Sumar fræðigreinar
skiptast einnig í undirgreinar sem skipta máli í þessu samhengi, t.d. er ljóst að
innan málfræðinnar eru þarfir hljóðkerfisfræðinga og setningafræðinga ekki
þær sömu. Útgefendur verða einnig að taka mið af þessum staðreyndum.
Enn fremur þurfa útgefendur að huga að því hvemig texta þeir eru með í
höndunum. Það skiptir máli hvort textinn er saga, kvæði, rímur, annáll, lög,
máldagi eða bréf. Það er t.d. líklegt að fræðimaður sem rannsakar og gefur út
lög eða skjöl (fyrst og fremst fyrir lögfræðinga og sagnfræðinga) hafi áhuga á
að vita hvemig textinn leit út þegar hann var upphaflega settur á bók, þ.e.a.s.
ef hann er aðeins varðveittur í eftirritum.4 Öðru máli gegnir um miðaldatexta
eins og sögur, kvæði og rímur. I þeim tilvikum er oftast ómögulegt að komast
að því hvemig verkið leit út frá hendi þess er fyrstur skráði (a.m.k. hvað varð-
ar íslenskar miðaldabókmenntir, sbr. Stefán Karlsson 19795 og Jensen 1989:
212) og að mati margra bókmenntafræðinga er ekki síður áhugavert að sjá
hvaða viðtökur bókmenntatexti hefur fengið hjá lesendum og áheyrendum
alveg fram til nútímans, þ.e. hvemig skrifarar og útgefendur hafa meðhöndlað
hann.6
Það er eðlilegt að meðal sagnfræðinga séu uppi skoðanir um að samruna-
útgáfur séu æskilegar, þ.e. þar sem upphaflegur texti er endurgerður, eða þar
sem reynt er að komast eins nálægt honum og unnt er (stofnrit hans endur-
gert).7 Þeir fræðimenn sem hafa áhuga á sögu, kvæði eða rímum sem höfund-
arverki eru oft sama sinnis, en aðrir fræðimenn kynnu að vilja fjöltexta útgáfu
á sama verki til að sjá hvemig það hefur breyst í meðfömm skrifara (og
safnenda og ritstjóra, sbr. Sverrir Tómasson 2002:204) og rannsaka samspil
skrifara og lesenda, upplesara og áheyrenda. Sama gildir um svo nefnda
„traditionsforskere“, þ.e. þá sem rannsaka hvemig höfundar og fræðimenn
fyrri alda hafa notað eldri texta í verkum sínum (sjá Raasted 1968:8), og fræði-
menn sem aðhyllast „nýju fílólógíuna“.8 Samrunaútgáfur eru hins vegar eitur
4 Breytingar á slíkum textum í meðförum skrifara geta einnig verið áhugaverðar, t.d. þegar um
síðari tíma viðbætur er að ræða.
5 Ég þakka Stefáni Karlssyni fyrir að leyfa mér að vitna í óbirtan fyrirlestur sinn.
6 Þeir sem hafa fjallað um útgáfur norrænna texta hafa oftar en ekki eingöngu tekið fyrir bók-
menntaverk, s.s. sögur og kvæði (sjá t.d. Jorgensen 2002).
7 Með stofnriti er átt við það handrit sem hægt er að rekja öll varðveitt handrit ákveðins verks
til með aðferðum hefðbundinnar textarýni. Stofnrit getur verið það sama og frumrit (þar sem
um það er að ræða) en það verður ekki sannað.
8 Hér verður ekki fjallað sérstaklega um „nýju fflólógíuna" en ýmsir hafa fjallað um hana varð-
andi útgáfu norrænna texta, svo sem Ömólfur Thorsson (1990), Peter A. Jorgensen (1993),