Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 177
MÁLSTOFA
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
HANDRITAMÁLIÐ — ENDALOK ÍSLENSKRAR
SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU?
1.Inngangur
FÁ AUGNABLIK í sögu íslands á síðari helmingi 20. aldar eru greypt með jafn
afgerandi hætti í minni Islendinga og afhending fyrstu handritasendingar Dana
hinn 21. apríl 1971. Margt varð til þess að gera daginn eftirminnilegan —
veðrið var óvenjufagurt þennan vordag, frí var gefið í skólum landsins til þess
að böm gætu fylgst með komu handritanna og Ríkissjónvarpið sendi beint frá
atburðum á innlendum vettvangi í fyrsta sinn. Látlaus og kankvís framkoma
Helge Larsens, þáverandi menntamálaráðherra Dana, við formlega afhend-
ingu Flateyjarbókar og Konungsbókar eddukvæða í Háskólabíói var einnig
mjög minnisstæð: „Værságod, Flatpbogen, og ældre Edda“, sagði hann um
leið og hann rétti íslenskum kollega sínum, Gylfa Þ. Gíslasyni, mestu dýrgripi
danskra bókasafna til ævarandi varðveislu.1
Afhending handritanna var þó ekki eftirminnileg fyrir þá sök eina að at-
höfnin heppnaðist vel, heldur ekki síður vegna þess að oft er litið á hana sem
táknræn endalok sjálfstæðisbaráttunnar (sbr. Jónas Kristjánsson 1981:56).
„Þjóðin er nú loks komin heim með allt sitt, fullvalda og óháð. Stjómmála-
skilnaður við erlent ríki er fullkomnaður", hafði Gísli Sveinsson, forseti
sameinaðs Alþingis, sagt í tilefni lýðveldisstofnunar á Þingvöllum 17. júní
1944 (Lýðveldishátíðin 1945:165), en þegar sigurvíman rann af þjóðinni að
lokinni lýðveldishátíð gerðu forsvarsmenn hennar sér þó grein fyrir því að enn
vantaði hina nýfrjálsu þjóð ýmislegt af meintum eigum sínum. Stærsta safn
1 Orðin eru höfð eftir upptöku sjónvarps á hátíðarsamkomu í Háskólabíói. Lýsingar af atburð-
um má einnig finna í dagblöðum, sjá m.a. „Vær saa god, Flatöbogen", 15000 manns fögnuðu
handritakomunni við Reykjavíkurhöfn, Fortíðin er komin heim og Tugþúsundir fögnuðu. I
ritinu Fakta om de islandske hándskrifter, sem svonefnd handritanefnd gaf út árið 1964, var
Konungsbók eddukvæða, Codex Regius, nefnd „den stprste hándskriftskat i Danmark“ (14);
um gildi Flateyjarbókar, sjá Sigurður Nordal 1971.