Gripla - 01.01.2003, Page 289
ANDMÆLARÆÐUR
287
Historiography undir ritstjóm Emsts Breisbach þekkir hann ekki. Þar er að
finna þarflegt samanburðarefni um sagnaritara eins og John frá Salisbury og
Geoffrey frá Monmouth o.fl. Verk Herberts Gmndmann um sagnfræðirit á
miðöldum er ekki í ritaskrá og heldur ekki bók Franz-Josef Schmale, Funktion
und Formen mittelalterlicher Geschichtsschreibung frá 1985. Þar er að finna
greinargott yfirlit um helstu flokka miðaldasagnfræði. Benda má doktorsefni
og á, að bók Einars Ól. Sveinssonar Um Sturlungaöld er enn í fullu gildi. Hún
er ekki í ritaskrá. Ekki er heldur getið um útgáfu Sturiungu safnsins 1988 og
Heimskringlu 1991 sem hefðu þó getað komið doktorsefni að gagni. Reyndar
hefur hann stuðst við ritgerð mína í inngangi Heimskringlu útgáfunnar 1991
og telur samviskusamlega upp í ritaskrá, en að vísu í þýskri þýðingu. Til
Geoffrey frá Vinsauf er vitnað einu sinni, en ekki til þeirrar útgáfu þar sem
verk hans eru prentuð á frummálinu, útgáfu Faral frá 1924 (Les arts poetics).
I heimildaskránni kemur einnig fram að doktorsefni hefur birt mjög mikið um
efnið um margra ára skeið og hann vitnar í þessi verk sín þegar það á við og
bendir enda réttilega á að sumt sé þar fyllra en í riti hans nú. Ekki fæ ég þó séð
að ritgerðir hans um Jón Thoroddsen yngri og Theodóru Thoroddsen eigi
erindi í ritaskrá um miðaldabókmenntir.
Um veldissprota er til ágætt ritkom sem ÁJ virðist ekki þekkja, Maðurinn
með refðið, sem síðast birtist í Grettisfærslu, greinasafni höfundarins, Ólafs
Halldórssonar 1990. Upplýsingar ÁJ um hvemig hann öðlaðist fyrst vitneskju
um veldissprota er óskyldur fróðleikur í doktorsriti (127). Mér þykir og stund-
um vera vitnað mjög frjálslega í sum verk rannsóknarmanna. Nokkrar aftan-
málsgreinar verða upptalningar sem skipta ekki neinu máli fyrir rannsóknina
en virðast eiga að þjóna þeim tilgangi að fræða lesandann um efni sem
stundum er skylt því sem verið er að fjalla um en oftar kemur það því ekki við.
Sem dæmi má taka síðari hluta 31. aftanmgr. á bls. 127. Stundum er eins og
doktorsefni eigi bágt með að segja ekki frá því sem hann veit eins og at-
hugasemdin um Jón Þorkelsson rektor er til vitnis um (aftanmgr. 75, bls. 75).
Fróðleikur af þessu tagi sakar að vísu ekki en slík fræðsla á betur heima í
alfræðiriti. Sýnu verra er mat doktorsefnis á því sem taka ber upp í meginmál
°g ræða þarf og hvað á að setja í aftanmálsgreinar. Eg hefði t.d. viljað sjá
sums staðar nákvæmari umfjöllun um umræðu fræðimanna um efnið, hvað
þeir hefðu til málanna að leggja og á ég þá einkum við ritgerð M. Kalinke frá
árinu 1984, sbr. bls. 71 og 106. og aftanmgr. á bls. 77. Allt eru þetta þó smá-
atriði og skipta litlu máli fyrir heildartúlkunina, en mér sýnist þó að doktors-
efni hefði mátt draga efnið betur saman, stytta hefði mátt rannsóknarsöguna,