Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 179
HANDRITAMALIÐ
177
„skemmtun og andlegur aflgjafi, ljósið í hugskoti fólksins ... í ásýnd þeirra
speglast örlög þjóðarinnar, lífsbraut og eðliseinkenni“ (Kristinn E. Andrésson
1961:348), og „líftaug þjóðarinnar í aldir ... kjölfesta menningar hennar. Þau
voru og eru homsteinar íslenzks þjóðemis og íslenzkrar tungu, ein helzta
réttlæting sjálfstæðis íslendinga“ (Gylfi Þ. Gíslason 1961).
Handritin voru um margt sérkennilegir dýrgripir, vegna þess að fæst þeirra
vom mikið fyrir augað, enda fúin og fordjörfuð af aldalangri geymslu í sagga-
fullum íslenskum torfhúsum. Utlit handritanna þótti þó einmitt bera órækt
vitni um lifandi geymd þessara djásna. „íslenzkur maður sem reikar ... um
sýningarsalina í British Museum og sér þar skrúðbækur víðsvegar að úr lönd-
um, bókfellið mjallahvítt og óvelkt og prýtt hinum fegurstu myndum, lætur sér
þá ef til vill koma til hugar bækur sinnar þjóðar, fáskrúðugar, dökkar, og einatt
skemmdar.“ En hann þarf ekki að minnkast sín, skrifar Jón Helgason; „jafnvel
skemmdimar sýna að þær hafa ekki legið ónotaðar í hirzlum og aðeins verið
teknar fram einstöku sinnum tignarmönnum til augnagamans, heldur verið
mörgum liðnum kynslóðum til uppörvunar og gleði“ (Jón Helgason 1958:27).
Handritin voru því ekki einungis viðfangsefni vísindamanna eða dauðir sýn-
ingargripir, heldur lifandi þjóðararfur, sem menn töldu að hvergi ætti heima
nema í vörslu íslendinga.
Staða handritanna í mótun íslenskrar þjóðarvitundar stóð á traustum
gmnni, og þau vísuðu reyndar til kjama þess sem mönnum þótti einkenna ís-
lenskt þjóðemi og viðgang þess í aldanna rás. I fyrsta lagi voru Islendingar
sannfærðir um að fomritin sönnuðu tilvist íslenskrar þjóðar þegar á þjóðveld-
isöld, eða á öldunum áður en landsmenn gengu Noregskonungi á hönd. Þetta
var grunnhugmynd hins svokallaða íslenska skóla í rannsóknum á mið-
aldabókmenntum, en boðberar hans héldu því fram að fomritin hlytu að teljast
skilgetið afkvæmi íslenskra aðstæðna og þar með kennimark frjórrar og
sérkennilegrar þjóðmenningar. Þessu til sönnunar bentu þeir á fjölda dæma í
fomritunum um sjálfræði íslendinga gagnvart erlendum þjóðum, Norð-
mönnum þar meðtöldum, en þau þóttu órækur vitnisburður um að á Islandi
hafi þegar um 1100 verið komin fram „sérstök og sjálfstæð þjóð með
sérstökum þjóðfélagsháttum, sem vissi vel af því“ (Einar Ólafur Sveinsson
1959:33; sbr. einnig Bogi Th. Melsteð 1914). Tilvist íslenskrar þjóðar
sannaðist þó ekki einungis af beinum dæmum um þjóðarvitund og
sjálfræðisanda, heldur töldust handritin sjálf staðfesta uppruna og styrk
sjálfstæðrar íslenskrar menningar. „Hvers vegna rituðu Islendingar sögur og
Norðmenn ekki?“, spyr Sigurður Nordal í drögum að öðru bindi lslenzkrar