Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 187
HANDRITAMALIÐ
185
Trúlega Iagði enginn jafnmikið af mörkum í baráttu lýðskólahreyfing-
arinnar í handritamálinu og rithöfundurinn Bjami M. Gíslason, en hann bjó í
Danmörku allt frá því er hann kom til náms við lýðskólann í Danebod á eyj-
unni Als og síðar í Askov á 4. áratug síðustu aldar. I Danmörku kynntist hann
bæði C. P. O. Christiansen og Jörgen Bukdahl, og hvatti þá óspart til að kynna
sér handritakröfur íslendinga og tengja þær hugsjónum sínum um hina nýnor-
rænu stefnu (Engberg 1978; Slumstrup 1988:239-242). Þess ber þó að geta að
áhugi lýðskólamanna á íslenskum bókmenntaarfi var engin nýlunda, vegna
þess að guðfaðir lýðskólahreyfingarinnar, 19. aldar presturinn, skáldið og
stjómmálamaðurinn N. F. S. Gmndtvig, fjallaði oft um íslenskar fombók-
menntir og trúði staðfastlega á þátt þeirra í mótun norrænnar sjálfsmyndar.
Hann leitaði því í eddukvæði og Islendingasögur til að sýna fram á að dönsk
þjóð væri ekki fyrst og fremst þýskur græðlingur, heldur ætti hún rætur í æva-
gamalli norrænni menningu — ,J)anskerne er en Gren paa det h0inordiske
Stamtræ og ei et Vandskud paa det H0ityske“, eins og hann orðaði það eitt
sinn (Lundgreen-Nielsen 1992:139). Bókmenntir miðalda á Islandi, sem
urðu til á heimilum sjálfseignarbænda, skrifaði Gmndtvig, varðveittu hinn
upprunalega norræna anda, sem annars var að mestu týndur í myrkri
gleymskunnar. Því máttu Danir
takke de Islandske Bpger næsten for alt det Nordiske Liv, der er op-
kommet i os ... Dette er da i Korthed Islændernes Fortjeneste af os og
hele Norden, og jeg t0r lægge til af hele Menneske-Slægten, at de med
stor Opoffrelse saa længe mueligt fortsatte det Nordiske Menneskeliv
i Middelalderen og opholdt det hos os, at de demæst beskrev eller
rettere afmalede det mesterlig i Bpgerne, giemde paa dem selv i den
mprkeste og dpdeste Tid og hjelpe os endnu til at forstaae dem.
(Lundgreen-Nielsen 1992:76)
Á vissan hátt gengu rök af þessu tagi þvert gegn tilraunum íslenskra
fræðimanna til að túlka fombókmenntimar sem séríslenska eign og handritin
þar með sem íslenska menningararfleifð frekar en norræna. En lýðskólamenn
gátu fyllilega unnt íslendingum þess að eignast handritin, vegna þess að þeir
töldu að aðeins á íslandi væm fombókmenntimar í lifandi tengslum við menn-
ingu þjóðarinnar. Sögumar urðu til í frásagnarheimi alþýðunnar og geymdust
í rímum og upplestri í baðstofum, fullyrti Jprgen Bukdahl í ritgerð um hand-
ritamálið, og því var þráðurinn frá ritunartíma sagnanna og nútímans óslitinn.
Á íslandi hafði: