Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 180
178
GRIPLA
menningar, og bendir þar á þann þátt í fari frændþjóðanna, íslendinga og
Norðmanna, sem honum fannst helst greina þær að (1993b: 149). Spuming-
unni var beint gegn kenningum manna á borð við norska 19. aldar fræði-
manninn Rudolf Keyser sem — Islendingum til mikillar skapraunar — hafði
reynt að eigna Norðmönnum íslenskar fornbókmenntir. Sigurður dregur
saman aðalatriðin í kenningum Keysers á þennan hátt:
1) Sögumar voru fullmótaðar í munnlegri geymd og varðveittust svo
óbreyttar kynslóð frá kynslóð. 2) Þess vegna skiptir ekki máli, hver eða
hverjir færðu þær í letur. Norðmenn „notuðu penna Islendinga“ til
þess. En alveg eins og elztu dróttkvæðin vom norsk, þótt skráð væm á
íslandi, var t.d. Ólafs saga helga í Heimskringlu ekki eftir Snorra,
heldur sögumanninn og sagnfræðinginn Þorgeir afráðskoll, sem uppi
var á fyrri helmingi 11. aldar. 3) Auk þess vom Islendingar Norðmenn
og ekkert annað en Norðmenn, meðan þeir skráðu fommenntimar.
Hins vegar urðu þeir síðar Islendingar. (1993b:36)
Hugmyndin um að íslendingar hafi verið eins konar norskir leigupennar
bar fyrst og fremst vott um skiljanlega öfund, segir Sigurður, vegna þess að
norsk saga fram á 13. öld var að mestu skráð af Islendingum. „Norðmenn hafa
tekið við þessum ritum — sérstaklega Heimskringlu — sem guðspjalli
fomsögu sinnar, og þau hafa orðið þeim ekki minna virði en íslendinga sögur
íslendingum.“ Því var Norðmönnum ekki ljúft að viðurkenna íslenskan upp-
runa bókmenntanna, og enn síður þegar þeir „fara almennt að gera sér grein
fyrir því, hversu íslendingar hafa lagað sögu þeirra í hendi sér, umskapað sumt
og auk heldur skapað í meðfömm“ (1993c: 174, sbr. 1993a: 126—127). Sigurður
dró enga dul á að fombókmenntir íslendinga ættu rætur í jarðvegi samger-
manskrar og norrænnar menningar, enda geyma þær, auk sagna af Islend-
ingum, germanskar arfsagnir og sögur af norskum konungum. Handritin vom
þó sannarlega skrifuð á Islandi en ekki í Noregi eða Danmörku, og bók-
menntimar sem þau geymdu hlutu því að hafa orðið til við einhvers konar
víxláhrif á milli íslenskra höfunda og lesenda (1993b:166; 1993c). Sagnaritun
af því tagi sem tíðkuð var á íslandi á tímabilinu 1100-1400 var „skapandi
starfsemi og ekki einungis dauð varðveizla", fullyrðir Sigurður Nordal, og gat
af þeim sökum aldrei talist „eintómur vélgengur blekiðnaður“ (1993b: 151).
Útilokað var því að líta á Island á miðöldum sem „eins konar frystihús", sem
geymdi freðnar menjar um horfmn heim, heldur var landið lifandi bókmennta-