Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 170
168
GRIPLA
Þama hefur Amór bæði sótt í Völuspá (Sigurður Nordal 1952:143 nmgr.) og
Erfidrápu Hallfreðar (Einar Ól. Sveinsson 1966a:43^45, 1966b: 184-86,
Whaley 1998:65-67), og raunar er víðar að finna enduróm af annarra manna
kvæðum í drápum hans, t.d. Amór Mdr. 16.3^1: ‘gerði hilmir Hgrða I hjprþey
á Skáneyju’, sbr. Hallfreður Ódr. 2.3^4 (4.7-8 í Skjd. AI): ‘gullskerði frá ek
gerðu I geirþey á Skáneyju’. —Amór Þdr. 13.4: ‘ofvægjan gram bægja’, sbr.
Hallfreður Ódr. 5.2 (8.2 í Skjd. AI): ‘ofvægr konungr bægja’. —Amór Þdr.
25.3: ‘trúra tiggja dýrum’, sbr. Eyvindur skáldaspillir, lv. 10.5: ‘trúr vas ek
tiggja dýmm’ (Skjd. A 1:342, 157; 346, 158; 348, 74). Með tilliti til þessa væri
alls ekki fráleitt að gera ráð fyrir að Amór hafi gripið til ljóðlína úr vísunni í
Fríssbók, ef hún hefur verið eftir Hallfreð, og að mínu viti mun eðlilegra að
gera ráð fyrir því, fremur en að skrifari annarrar hvorrar vísunnar hafi í ógáti
skrifað ‘hraustr þá er herskip glæsti I Hgrða vinr ór Gprðum’ í stað annars
texta.
Þegar sá sem orti vísuna ‘Tolf var elds at aldri’ kaus að taka fram að
Ólafur Tryggvason hafi verið tólf vetra þegar hann sigldi úr Görðum varð
hann í fyrsta lagi að finna orð sem bæði stuðlaði við og var skothending við
‘aldri’ og í öðru lagi orð sem hófst á höfuðstaf til hæfis við stuðlana og gerði
jafnframt aðalhendingu við ‘vetra’. Það tókst með því að búa til kenninguna
‘ýsetrs elds hati’. Arnór komst hins vegar af með tvö orð: ‘ormsetrs hati’.
Samkvæmt Lexicon poeticum eru bæði ýsetr og ormsetr eindæmaorð, en
hvorugt tortryggilegt og ekkert athugavert við kenningamar. Báðar fara
eðlilega, hvor í sinni vísu, og gefa engin færi á sér til að meta hvort önnur væri
stæld eftir hinni. Þar af leiðandi dugir vísa Amórs ekki til að skera úr um hvor
hafi réttara fyrir sér, ritari Fríssbókar eða Finnur Jónsson. Staðreynd er að
ritari Fríssbókar eignar Hallar-Steini vísuna. Huglægt mat mitt er að vísan eigi
að efni til betur heima í Rekstefju en í Ólafsdrápu Hallfreðar, en ekki dugir
það eitt sér, og verður að róa enn um stund áður en komið er að reyðinni.
3.
Rekstefja er ort undir sérkennilega reglubundnum hætti. Meginreglan er sú, að
í upphafi stöku vísuorðanna (fyrri línu hvers vísufjórðungs) em tvær langar
samstöfur sem oftast verður að lesa með áherslu, en síðan koma tveir tvíliðir.
Tvíliðir í upphafi stöku vísuorðanna koma ekki fyrir, nema þar sem grunur
leikur á að varðveislu sé áfátt. Undantekningar eru v. 5.5 ‘Blóðugr bragnings