Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 215
STAFRÉTT EÐA SAMRÆMT?
213
Trójumanna saga sem Jonna Louis-Jensen (1981) gaf út og útgáfa Ólafs Hall-
dórssonar (1994) á Mattheus sögu postula.
Utgáfur sem falla í flokk IV: 1 virðast vera fáar, en nýlega hafa þó komið út
hjá Stofnun Ama Magnússonar á Islandi tvær bækur sem falla í þann flokk,
Önnu saga sem Kirsten Wolf (2001:cliv) gaf út og Úlfhams saga sem Aðal-
heiður Guðmundsdóttir (2001) gaf út; greinarmerkjasetning er þó ekki
samræmd í Úlfhams sögu og fyrir vikið er það aðeins samræming hástafa í
sémöfnum sem veldur því að útgáfan fellur í flokk IV: 1 en ekki 111:2 (2001:
ccxlix).
4.5.2 Not
Finnur Jónsson veltir vöngum yfir því hvort prenta eigi stafrétt eða ekki og
segir að því „eldra og betra“ sem handritið sé því æskilegra sé að fara svo að
og þannig ætti ævinlega að gera í „krítískum útgáfum". Því næst spyr hann
hvort sýna eigi böndin (1931:14-15):
t. d. með skáletri, eða leysa þau upp og prenta einsog hitt? Strángir
málfræðíngar munu svara því fyrra játandi, og því verður ekki neitað,
að með því verður nákvæmnin meiri eða ætti að vera það. En hjer
kemur til greina hugleiðíng, sem höfundur þessarar ritgjörðar hefur
alið einkum á síðari tímum, þ. e. hvort þessi nákvæmni sje nú svo
mikils virði í rauninni, og hvort ekki sú hin mikla vinna, sem þá er lögð
á skrifara og útgefanda, setjara og prófarkalesara, sje of dým verði
keypt, með öðrum orðum: hvort »erindið svari til erfiðis«. Jeg er nú
kominn að þeirri niðurstöðu helst, að svo sje ekki í raun og veru. I
formála getur útgefandinn gert nákvæm skil fyrir rjettritun handritsins
og öllu því, sem efasamt mundi vera, og ætti það að vera nægilegt fyrir
málfræðínga. Sömuleiðis má setja neðan máls sumt af því, sem
umræðu þyrfti. Jeg þykist líka hafa skilið, að þar sem nákvæm
rjettritunarlýsíng er í formála, hafa málfræðíngar notað hana, en alls
ekki útgáfuna sjálfa, þótt böndin hafi verið sýnd í henni.
Finnur hefur sem sagt verið á þeirri skoðun að stafréttar útgáfur eigi að falla í
flokk IV: 1 (eða 111:2), en er kominn á þá skoðun að flokkur IV:2 (eða 111:3) sé
heppilegri. Útgefandi geti lýst stafsetningunni í formála eins og margir gera.
Fleiri hafa látið í ljósi þessa skoðun, t.d. D. G. Scragg sem telur það um-
hugsunarvert hvort útgefinn texti sé besti staðurinn til að sýna óreglulegt