Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 199
GUÐVARÐUR MÁR GUNNLAUGSSON
STAFRÉTT EÐA SAMRÆMT?
Um fræðilegar útgáfur og notendur þeirra1
1.Inngangur
TEXTAÚTGÁFUR og útgáfuaðferðir hafa lengi verið til umræðu, bæði hér á
landi og meðal fræðimanna austan hafs og vestan. Sem dæmi má nefna að á
alþjóðlegu fomsagnaþingi á Helsingjaeyri í Danmörku 1985 voru flutt nokkur
erindi um útgáfumál (sjá van Arkel 1985a, Degnbol 1985, Fix 1985, Grimstad
1985 og Knirk 1985, sbr. Haugen 1988), textafræði og útgáfur voru aðalefni
málþings í Godóysund í Noregi 1987 (sjá Fidjestól o.fl. 1988) og á söguþingi
í Reykjavík 2002 vom flutt nokkur erindi um heimildaútgáfur (sjá Erla Hulda
Halldórsdóttir 2002:113-159).2 Enn fremur hélt Stofnun Áma Magnússonar á
Islandi málþing í Reykjavík um „udgivelsesprincipper og tekstformidling“ í
september 2003. Deilur og ágreiningur um útgáfuaðferðir eru þó alls ekki ný
af nálinni, t.d. beindi ritdómarinn Henry Nicol athyglinni að stafsetningu
fomfranskra texta sem gefnir voru út á síðari hluta 19. aldar (sjá Foulet og
Speer 1979:16).
Viðtökurannsóknir og sú stefna sem kölluð hefur verið nýja fílólógían áttu
efalítið sinn þátt í því að umræðan færðist í aukana fyrir einum til tveimur
áratugum, ásamt notkun tölva við rannsóknir og útgáfustarfsemi. í stuttu máli
má segja að umræða síðustu ára hafi fyrst og fremst snúist um tvennt; annars
1 Þessi grein er að hluta til byggð á fyrirlestrinum „Hvor mange forskellige brugere skal en
udgiver tage hensyn til?“ sem haldinn var í boði Forskergruppe ved Senter for hpyere studier
á málþinginu „Utgivelse av middelaldertekster: Utgivere og brukere" 28. april 2001 í Det
Norske Videnskaps-Akademi í Osló. Eg þakka ritstjórum Griplu, Aðalheiði Guðmundsdóttur og
Haraldi Bemharðssyni kærlega fyrir gagnlegar ábendingar við fyrri gerðir þessarar greinar.
2 Útgáfumál hafa einnig verið mikið til umræðu í engilsaxneskum löndum, sjá t.d. A. G. Rigg
(1977b), A. J. Minnis og Charlotte Brewer (1992), Roberta Frank (1993), D. G. Scragg og
Paul E. Szarmach (1994), D. C. Greetham (1995), Katherine O’Brien O’Keeffe (1997) og
Vincent P. McCarren og Douglas Moffat (1998). Sjá einnig Susanne Krogh Bender
(1977-1978), Erik Gpbel (1987), Spren Balle (1988), Flemming Lundgreen-Nielsen (1989),
John Kousgárd Sprensen (1989), Jonas Carlquist (1992) og Odd Einar Haugen (1984, 1994,
1995, 2004).