Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 186
184
GRIPLA
Afstaða lýðskólastjóranna til handritamálsins byggðist á rótgrónum við-
horfum lýðskólahreyfingarinnar til dansks þjóðemis, og reyndar til stöðu
þjóðemis almennt í alþjóðasamskiptum — og þá sérstaklega í samstaifi
Norðurlandaþjóðanna. Þjóðemisstefnu hreyfíngarinnar var beint gegn þeim
„heimsveldissinnaða anda“ sem talsmenn hennar töldu hafa einkennt danska
konungsríkið á fyrri tíð, en í hans stað vildu þeir vinna að mótun nýrrar Dan-
merkur og nýrra Norðurlanda, sem væru reist á vilja fólksins og skilningi
frændþjóðanna á milli. Handritamálið var ekki aðeins dönsk-íslensk deila,
skrifaði rithöfundurinn og fyrirlesarinn Jprgen Bukdahl, sem var tengdur
lýðskólanum í Askov um áratuga skeið, af því að nauðsynlegt var að líta á
hana „i Forbindelse med de nynordiske Bestræbelser, der gaar ud paa en
gensidig Forstaaelse paa Nationalprincippets Grund“. Þessi nýnorræna við-
leitni gekk út á að afmá þau spor sem valdabarátta hinna tveggja gömlu
herraríkja Norðurlanda, Danmerkur og Svíþjóðar, höfðu markað í hugum íbú-
anna, og leiða þau á braut gagnkvæms skilnings og samstarfs (1957:66). Hinn
nýi norræni samstarfsandi byggðist alls ekki á hugmyndum skandínavista 19.
aldar, sagði Bukdahl, vegna þess að markmið skandínavismans var sameining
Norðurlanda í eitt ríki frekar en samvinna sjálfstæðra þjóða. Þvert á móti var
nýnorræn stefna lýðskólanna í beinni andstöðu við „skandinavismens
romantiske, dynastiske og ogsá militære enhedsbestræbelser“, enda gengu
forystumenn þeirra út frá því að sundrung Norðurlandanna í mörg þjóðríki
væri í raun undirstaða samstöðu þeirra í nútímanum. Markmiðið væri því ekki
„sammenrpring af de nordiske folk, men en brobygning over modsætningeme,
en gensidig forstáelse, der gik i bunde angáende denne nationale bevidst-
hedsgprelse ...“ (1971:187, sbr. 1956:348-356; Bjami M. Gíslason 1958:156-
159). Fulltrúar lýðskólahreyfingarinnar litu greinilega á handritamálið og
lausn þess sem mikilvægan áfanga á þessari ferð norrænu þjóðanna inn í nýja
tíma, eða eins og Poul Engberg lýðskólastjóri orðaði það að deilunni lokinni:
Hándskriftemes udlevering fra Danmark til Island mátte begrundes
med dette syn, ud fra hvilket nordisk forstáelse og samarbejde mátte
bygge pá fri ligestilling og ligeret for alle nordiske nationer. Den gamle
„imperialistiske“ Kalmarmagt Danmark mátte opgive enhver over-
ordnet rolle i Norden og som udtryk for den folkelige ligestilling mellem
Danmark og Island række islændingene hándskrifteme som gave.
(1978:8-9)