Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 189
HANDRITAMÁLIÐ
187
ingin og nokkrir borgaralegir hugsjónamenn (Koch:1981). Þessi menningar-
deila átti rætur í því uppgjöri sem varð í landinu á síðari hluta 19. aldar í
kjölfar stríðanna um Slésvík-Holtsetaland og snerist ekki síst um stöðu al-
múgans í ríkinu og afstöðuna til danska konungdæmisins á fyrri tíð. Þjóð-
emisfrjálslyndismenn sem, með orðum eins helsta forystumanns þeirra á 5. og
6. áratug 19. aldar, Orla Lehmanns, sameinuðu „de Begavede, de Dannede og
de Formuende" í Danmörku, eða „Aand, Indsigt og Rigdom“ (Stangerup
1946:12), litu á sig sem eðlilega leiðtoga þjóðarinnar í krafti menntunar
sinnar, hæfileika og auðs. í upphafi vom þeir fulltrúar nýrra tíma, upplýsingar,
einstaklingshyggju og lýðræðis, í andstöðu við einveldi konungs, en á síðari
hluta 19. aldar tóku þeir höndum saman við fulltrúa ríkisvaldsins í vöm gegn
lýðræðishugmyndum lýðskólanna og bændahreyfingarinnar (Stangerup
1946:11-60; Bukdahl 1965).
Að hluta til snemst þessi átök um menningarlegt vald í Danmörku, og
deilan um íslensku handritin snerti þann þátt þeirra beinlínis. Helstu andstæð-
ingar íslendinga í handritadeilunni komu úr röðum háskólakennara og safna-
manna, og þar með varð handritamálið, að áliti lýðskólamanna, sjálfkrafa að
átökum á milli „sérfræðingaveldis“ og „dansk folkelighed“. Ef litið er á hand-
ritadeiluna í heild, skrifar Poul Engberg um þessa hlið deilunnar, „forstár man,
at den folkelige málsætning stadig er aktuel. I stigende grad gár det op for
folkene, at det er npdvendigt med en frigprelse fra de lærdes, fra ekspertemes
og teknokratemes tyranni" (1978:21). Handritamálið snerti þó dönsk menn-
ingarátök með mun víðtækari hætti, vegna þess að deilan um staðsetningu
handritanna spratt ekki síst af mismunandi skoðunum manna á eignarhaldi á
menningarminjum og uppruna þjóðemis. Þeir sem vildu synja Islendingum
um handritin höfnuðu því alfarið að þau geymdu sérstakan íslenskan
þjóðararf, og neituðu því þar með að þau teldust eitthvað frekar menningar-
eign íslendinga en Dana. „Det er vist en almindelig forestilling, at hándskrifter
pá oldnorsk-islandsk er islandske nationalspecialiteter“, skrifaði prófessor
Káre Grpnbech af þessu tilefni árið 1952. „Intet kunne være mere fejlagtigt.
De hándskrifter, det her drejer sig om, sagaer, eddaer og dokumenter, er, ved
siden af arkæologemes jordfundne skatte, fundament for alt, hvad vi ved om
vor egen folkestammes oldhistorie, og det fundament er fælles for os alle,
danskere, nordmænd, svenskere, færinger og islændinge“ (Grpnbech 1966).
Þessi röksemd byggðist á tveimur meginforsendum: í fyrsta lagi litu þeir sem
þannig þenktu svo á að skipting Norðurlandabúa í þjóðir, í okkar skilningi
þess orðs, væri nútímafyrirbrigði og lítið réttlæti fælist í því að deila hinum