Gripla - 01.01.2003, Blaðsíða 167
YSETURS ELDS HATI
165
f þessum sex erindum úr Ólafsdrápu eru talin lönd og þjóðir sem Ólafur
Tryggvason hafi herjað á meðan hann lá í víkingu og talið honum til afreka að
hafa hlaðið valköstu, roðið vopn í blóði, brytjað menn fyrir úlfa, brennt
byggðir og drepið fólk, og er undarlegt, en ekki einsdæmi, að skáld lofi krist-
inn konung með þessum hætti. Þjóðir og lönd sem eru talin í drápunni eru
þessi: Jamtar, Vindur, Gotar, Skáney (Skánn), hermenn (barklaust böðserkjar
birki) fyrir sunnan Heiðabæ í Danmörku, Saxar, Frísir, Hólmur (Borgundar-
hólmur), Garðar, Valkerar, Flæmingjar, Englar, Norðimbrar, Kumbrar, Mön,
Skotar, Eyverskur her (væntanlega Suðureyingar, fremur en Orkneyingar) og
írar. Þama er sem sagt gefið í skyn að Ólafur Tryggvason hafi barist austur í
Görðum, á Borgundarhólmi, herjað á Svíþjóð, Saxland, Niðurlönd, Skotland,
England, Suðureyjar og írland.
Ekki er víst að neitt sé ofsagt í þessari lýsingu á hemaði Ólafs Tryggva-
sonar áður en hann varð konungur að Noregi. í Engilsaxneskum annál er við
árið 991 getið um Ólaf sem kom með níutíu og þremur skipum til Folkestone
og herjaði þar, fór síðan til Sandvikur, þaðan til Ipswich og fór herskildi urn
sveitir alla leið til Maldon. í öðrum annál segir við árið 994 að Ólafur og
Sveinn (líklega Sveinn tjúguskegg) hafi komið til Lundúna 8. september með
níutíu og fjómm skipum (The Anglo-Saxon Chronicle:82-83). Talið er víst að
þama sé átt við Ólaf Tryggvason, sem hefur þá ráðið yfir miklum skipaflota
og fjölmennu liði víkinga, væntanlega eftir margra ára ránsferðir víða um
lönd, en hvort hann hafi verið í því slarki frá tólf ára aldri er önnur saga.
I konungasögum er hemaði Ólafs ekki gerð rækileg skil fyrr en í Heims-
kringlu. Höfundur Fagurskinnu vísar, eins og áður er sagt, til Hallfreðar vand-
ræðaskálds um þetta efni og firrir sig þar með allri ábyrgð á því hvort allt sé
rétt sem þar segir. Theodoricus munkur drepur aðeins á ránsferð hans til Dan-
merkur, þegar landsmenn komust á milli hans og skipanna. Þar er vísað til
jarteinar sem Oddur munkur segir rækilega frá í sinni sögu (OIOFJ-36-39). En
í Agripi segir á þessa leið frá herskap Ólafs eftir að hann hafði hefnt fóstra
síns, tólf vetra gamall (ÍF XXIX:20-21):
En síðan er á leið á stundina, þá var hónum fengit lið ok skipastóll, ok
fór hann bæði á eitt land ok gnnur lpnd ok herjaði, ok aukuðu flokk
hans brátt Norðmenn ok Gautar ok Danir, ok vann nú stórvirki ok
aflaði sér með því frægðar ok góðs orðlags.
Hann drýgði víða herskap bæði á Vinðlandi ok á Flæmingjalandi, á
Englandi ok á Skotlandi, á Irlandi ok á mijrgum Qðrum lgndum. Hafði
iðuliga vetrsetu sína á Vinðlandi í borg þeiri er hét Jómsborg.