Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 23
stuðningi. Kirkjuráð tekur undir að stytta megi sjálfan þingtímann og reynir á það á
Kirkjuþingi 2002.
í framhaldi af umfjöllun Kirkjuþings um starfsaðstöðu nýrra sókna var samþykkt að óska
eftir því við Bygginga- og listanefnd að nefndin vinni almenna forsögn um kirkjubyggingar í
samráði við Kirkjuráð, sóknamefndum til leiðbeiningar, áður en farið er í
byggingaffamkvæmdir.
2. mál 2001. Fjármál Þjóðkirkjunnar
Ýmsar ábendingar varðandi ijármál Þjóðkirkjunnar voru samþykktar á síðasta Kirkjuþingi.
Skal gerð grein fyrir úrlausn Kirkjuráðs hvað þær varðar eftir því sem tilefni þykir til.
a. Ráðgert er að í framtíðinni verði, auk rekstraráætlunar fyrir komandi ár, gerðar 3ja ára
fjárhagsáœtlanir.
Þessu hefur verið hrundið í framkvæmd og eru lagðar fram slíkar áætlanir á Kirkjuþingi
2002.
b. Nauðsynlegt er að sjóðir og stofnanir, sem fá styrki úr sjóðum kirkjunnar skili Kirkjuráði
skýrslum um starfsemi sína.
Við úthlutanir er að jafnaði áskilið að þeir sem fá styrki eða framlög úr sjóðum kirkjunnar
skili greinargerð um ráðstöfun fjárins. Viðtakendur framlaga og styrkja gera þetta að öllu
jöfnu. Kirkjuráð fyrirhugar að fylgja betur eftir ffamangreindum fjárframlögum.
c. Rekstur frœðsludeildar og sérfræðikostnaður þykir nokkuð hár og nauðsynlegt að fyrir
liggi ársskýrsla um starfsemina.
Hvað þennan lið varðar er ljóst að með þeim skipulagsbreytingum sem gerðar hafa verið á
Biskupsstofu er verkefnisstjórum sviða á Biskupsstofu nú gert að skila Kirkjuráði
íjárhagsáætlunum áður en úthlutað er til viðkomandi sviða. Fjárhagsumgjörð sviðanna er nú
samræmd og unnið eftir fjárhagsáætlunum sviðanna fyrir hvert ár. Fræðslusvið, sem tók við
verkefnum fræðsludeildar, skilar skýrslu til Kirkjuþings.
d. Talið er nauðsynlegt að héraðssjóðirnir skili inn reikningum til Ríkisendurskoðunar,
þannig að þeir komiþar til skoðunar, eins og reikningar sókna og kirkjugarða, og aðþeir
verði í yfirliti Ríkisendurskoðunar.
Þessu hefur verið hrundið í framkvæmd og þess hefur verið farið á leit við prófasta að þeir
sendi Biskupsstofu og Rikisendurskoðun ársreikninga héraðssjóða.
e. Tónskóli Þjóðkirkjunnar ætti að endurskilgreina starfssvið sitt m.t.t. þarfa kirkjunnar og
kennslu annarra tónlistarskóla. Þaðyki sveigjanleika í rekstri ef Tónlistarskólinn yrði
sérstakt viðfangsefni Kirkjuráðs fremur en stofnun.
Kirkjuráð leggur fram tillögu að starfsreglum um kirkjutónlist á vegum Þjóðkirkjunnar og er
þessum ábendingum mætt þar m.a. með því að veita meira svigrúm til stjómskipulags og
stýringar. Vísað er að öðm leyti til 14. máls á þessu Kirkjuþingi.
f. Þegar horft er til framtíðar gætu lög um sjóði kirkjunnar breyst í starfsreglur. Þá mœtti
huga að heimild til þess að sjóðir eigi og reki fasteignir og að fasteignir verði sameinaðar á
einum stað.
Kirkjuráð tekur undir þetta og mun lagahópur Kirkjuráðs væntanlega kanna þetta ffekar.
19