Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 54

Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 54
Ef misbrestur verður á því að starfsfólk Þjóðkirkjunnar uppfylli þau skilyrði sem lög og reglur setja því, verður það að vera reiðubúið að bæta ráð sitt. 10. Starfsaðstaða og starfsumhverfi Þjóðkirkjan vill tryggja starfsfólki sínu gott starfsumhverfi sem fullnægir almennum kröfum um öryggi og hollustu. Starfsfólki skal látin í té aðstaða sem gerir því kleift að sinna starfi sínu sem best og skal næsti yfirmaður í samráði við starfsfólk meta þörf fyrir starfsaðstöðu, s.s. húsrými, og tækjakost og annan aðbúnað. Starfsfólk ber sjálft ábyrgð á að fylgja kröfum um öryggi og aðgætni í starfi. 11. Framkvæmd og gildistími Biskup íslands, Kirkjuráð, sóknamefndir og aðrir stjómendur stofnana Þjóðkirkjunnar bera ábyrgð á því að starfsmannastefhunni sé framfylgt. Starfsmannastefha Þjóðkirkjunnar er samþykkt af Kirkjuþingi og skal endurskoðuð eftir þörfum. Starfsmannastefnan tekur gildi 1. janúar 2003. 50

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.