Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 57

Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 57
Starfsreglur um þjálfun prestsefna 11. mál. Flutt af Kirkjuráði 1. gr. Biskup íslands ábyrgist starfsþjálfun prestsefna og setur nánari fyrirmæli um innihald hennar. Starfsþjálfunamefnd skipuð af biskupi til fjögurra ára annast um framkvæmd starfsþjálfunar. Biskup setur nefndinni erindisbréf. 2. gr. Starfsþjálfun skal tryggja að prestsefni öðlist sem mesta fæmi til að starfa sem prestur Þjóðkirkjunnar. 3. gr. Heimilt er hveijum guðfræðinema sem hug hefur á kirkjulegu starfi að loknu námi að sækja um starfsþjálfun er hann hefur lokið 60 eininga námi við guðfræðideild Háskóla Island hið minnsta. 4. gr. Guðffæðinema skal skylt að taka þátt í starfsþjálfun með fullnægjandi hætti að mati starfsþjálfunamefhdar á hveijum tíma. Fyrri hluta starfsþjálfunar sem veitir réttindi til að sækja um prestsembætti lýkur að jafnaði um leið og nemi lýkur kandidatsprófi. Síðari hluti starfsþjálfunar fer fram þegar kandidat hefur fengið embætti. Kirkjuráð kveður nánar á um greiðslur vegna starfsþjálfunar að fengnum tillögum starfsþjálfunamefndar. 5. gr. Að loknum fyrri hluta starfsþjálfunar veitir starfsþjálfunamefndin biskupi umsögn um guðfræðinema. Þar skal nefndin m.a. láta í té álit sitt á því hvort hlutaðeigandi sé hæfur til að gegna prestsembætti. Að því loknu gefur biskup út staðfestingu á því að guðfræðinemi hafi lokið lögboðinni starfsþjálfun með fullnægjandi hætti og sé hæfur til að taka prestsvígslu. 6. gr. Starfsreglur þessar sem settar em skv. 38. gr. og 59. gr. laga nr. 78/1997 öðlast gildi 1. janúar 2003. Starfsreglur um þjálfun prestsefna nr. 736/1998 falla brott frá sama tíma. Að tillögu löggjafamefhdar samþykkti Kirkjuþing ennfremur eftirfarandi Ályktun Kirkjuþing 2002 beinir því til Kirkjuráðs að gerðar verði hliðstæðar tillögur um starfsreglur um starfsþjálfun djákna. 53

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.