Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 83
5. Starfsmannahandbók
Upphaflega var unnið að gerð starfsmannahandbókar áður en Þjóðkirkjulögin komu til
skjalanna. Verkið reyndist umfangsmikið og vandasamt. Þjóðkirkjulögin og starfsreglur sem
settar voru í framhaldi af þeim gjörbreyttu stöðu starfsmanna kirkjunnar og má segja að þau
drög að starfsmannahandbók sem unnin höfðu verið voru þá orðin úrelt. Ekki hefur gefist
tími til að taka drögin til endurskoðunar.
Starfsmannastefnan sem hér er til umijöllunar á Kirkjuþingi gefur vissulega tilefni til að
ræða á ný stöðu starfsmannahandbókar og mætti vel hugsa sér að vinna hana í framhaldi ef
starfsmannastefnan verður samþykkt hér á þinginu.
6. Þjóðmálanefnd
Þjóðmálanefnd var sett á laggimar með samþykkt Kirkjuþings 1989 og var skipuð fimm
aðilum skv. tilnefningum.
Kirkjuráð taldi eðlilegt í ljósi þjóðkirkjulaganna að taka til endurskoðunar stöðu og hlutverk
allra nefnda ekki síst þeirra sem starfað hafa á vegum Kirkjuráðs. Rætt hefur verið um
skilgreiningu á nefnd, starfshópi, ráði og stjóm, fjölda nefndarmanna, um stöðu skilvirkni,
kostnað vegna þeirra, skýrsluskil o.fl.
Á Kirkjuþingi 2000 var lögð fram tillaga Kirkjuráðs að starfsreglum um fjórar fastanefndir
kirkjunnar þar sem ein af þeim skyldi vera fastanefnd um þjóðmál, sjá meðfýlgjandi tillögu í
4. máli Kirkjuþings 2000. Kirkjuþing hafnaði tilögunum og var þar með litið svo á að
Kirkjuþing væri með setningu starfsreglna um Kirkjuþing 1998 og seinni breytingum búið að
afnema nefndina í núverandi formi, þar sem hún á sér ekki stoð í starfsreglum. Nefndin hefur
því ekki verið endumýjuð en viðfangsefnið hefur að verið til umQöllunar hjá verkefnisstjóra
guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu eins og nafnið bendir til og hjá verkefhisstjóra
kærleiksþjónustu. Verkefnastjóramir hafa kallað til sína ýmsa aðila til samstarfs og staðið
fýrir málþingum sem snerta þetta mikilvæga svið, kirkju og þjóðmál.
Einnig má hugsa til Qármálahópsins - módelsins og mynda hóp kirkju og þjóðmála.
79