Gerðir kirkjuþings - 2002, Qupperneq 49
Árangursmiðuð steína felur í sér að til þess að hægt sé að bæta starfið, vinna markvisst og
skipulega, þurfi að vera unnt að meta stöðuna og starfið og mæla árangur í ljósi hlutverks.
Skilgreindar eru aðgerðir til að ná settum markmiðum, umfang þeirra metið og þeim
forgangsraðað. Með þessu er stefnt að því að efla samstöðu innan viðkomandi stofnunar til
að ná sem mestum ávinningi miðað við tíma, kostnað o.fl.
Fjölmargt sem kirkjan gerir er vel mælanlegt og stefnumótun verðugt viðfangsefni fyrir stóra
stofnun eins og Þjóðkirkjan er, með umfangsmikla starfsemi um land allt enda tilheyra nær
90% þjóðarinnar henni. Stefhumótunarvinna fyrir Þjóðkirkjuna leggur áherslu á þau
grunngildi sem starf kirkjunnar snýst um, þótt áhrif þeirra séu ekki mælanleg með sama hætti
og margt annað.
Á prestastefnu 2002 var stefnumótun fyrir Þjóðkirkjuna aðalumræðuefnið. Einkum var unnið
með greiningarþáttinn undir stjóm dr. Runólfs Smára Steinþórssonar, dósents í Háskóla
íslands.
Leikmannastefna er annar vettvangur sem sjálfsagt er að komi að þessu verkefni.
Héraðsfundir, málstofur, svo og starfsmenn í söfnuðunum sjálfum gætu líka komið að þessu
verki, enda setji prófastsdæmi og prestaköll/sóknir sér sína eigin stefnumótun út frá
grundvallaráherslum heildarinnar. Nú þegar hafa nokkrar sóknir unnið slíka stefnumótun
fyrir sig eða eru í þann mund að hefja slíka vinnu.
Mikilvægt er að sem flestar stofnanir og starfsfólk fái að glíma við það hvemig móta skuli
innra starf kirkjunnar um boðun kristinnar trúar og lífsgilda, og hvemig kirkjan geti sem best
þjónað fólki í landinu á gmndvelli þess.
Vinnuferli.
Veiti Kirkjuþing 2002 Kirkjuráði umboð til að halda vinnunni áfram eins og tillagan gerir
ráð fyrir, verður verkefnið unnið á næsta ári samkvæmt eftirfarandi vinnuferli:
1. Samþykkt Kirkjuþings 2002 ásamt fylgigögnum verði send út og leitað eftir
hugmyndum og áliti sem allra flestra innan kirkjunnar, einkum um tvo þætti í
stefnumótunarvinnunni:
a. Greiningu á styrkleika og veikleika kirkjunnar hvað varðar innra starf hennar,
sem og ógnir og tækifæri í ytra umhverfí hennar.
b. Hvaða framtíðarsýn um hlutverk, stöðu og stefnu Þjóðkirkjunnar hefur
viðkomandi í huga og hvaða viðfangsefni eða verkefni em það sem honum
finnst að eigi að hafa forgang á næstu ámm innan kirkjunnar.
2. Leitað verði álits og hugmynda frá eftirtöldum aðilum:
a. sóknamefndum landsins (um 280)
b. starfsfólki sókna
c. starfandi prestum landsins: sóknarprestum, prestum, sérþjónustuprestum, svo
og prestum ráðnum af öðmm stofnunum (um 150)
d. starfandi djáknum (18, átta í söfnuðum, tíu annars staðar)
e. starfandi organistum (um 180, þar af 30 í fullu starfi)
f. héraðsfundum (16 alls) eða héraðsnefndum (t.d. gæti starfshópur verið
myndaður í hveiju prófastsdæmi)
g. Prestastefnu 2003 (þá leitað álits á framtíðarsýn og forgangsverkefnum) en
Prestastefna 2002 hefur unnið greiningarvinnu (lagt hér fram sem fýlgiskjal)
45