Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 39

Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 39
Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra Prestssetrasjóðs 3. mál. Flutt af Prestssetrasjóði Stjórn og starfsmenn í stjóm sjóðsins sitja, Bjami Kr. Grímsson formaður, Láms Ægir Guðmundsson og Kristrún Heimisdóttir. Varamenn em sr. Ulfar Guðmundsson, sr. Agnes M. Sigurðardóttir og Bjami Guðráðsson. Stjómin hefiir haldið 10 stjómarfundi frá síðasta Kirkjuþingi auk fjölda vinnufunda einstakra stjómarmanna með starfsmönnum sjóðsins. Eins og kom fram í skýrslu minni á Kirkjuþingi á s.l. ári var búið að auglýsa til umsóknar starf ffamkvæmdastjóra sjóðsins og í lok nóvember s.l. var Höskuldur Sveinsson, arkitekt, ráðinn sem framkvæmdastjóri Prestssetrasjóðs. Kristín Mjöll Kristinsdóttir hefur áfram gengt starfi eftirlitsmanns prestssetra á þessu ári og em þeim báðum þökkuð farsæl og vel unnin störf. Sjóðurinn er með samning við biskupsstofu um skjalavörslu, bókhald og fjárvörslu, svo og aðstöðu fyrir skrifstofu á 4. hæð Kirkjuhússins að Laugavegi. Stjóm og starfsmenn sjóðsins hafa á árinu haft með höndum fjölþætt verkefni, sem fyrr. Fjárhagur Þrátt fyrir að nokkrar vonir hafí verið um að viðræðum ríkis og prestssetranefndar myndi ljúka á árinu þá virðist enn nokkuð í að svo verði. Því var ráðist í að breyta skammtímaskuldum sjóðsins í lán til lengri tíma. Vonast er til að handan homsins séu samningar við ríkið um prestssetrin og að þá komi til viðunandi úrlausn á fjárhagsvanda sjóðsins. Ljóst má vera að við stofnun hans á sínum tíma vom starfsemi hans og umfang vemlega vanmetin. Þegar lokið er samningum við ríkið ætti jafnframt að vera hægt að heimila sölu ákveðinna eigna sem ekki em lengur prestssetur, en með því móti væri Prestssetrasjóður mun betur fær um að takast á við þau miklu viðhaldsverkefni sem fyrir liggja. Viðhald og viðgerðir Eins og kirkjuþingsfulltrúum er kunnugt þá er ástand prestssetra mjög misjafnt. Sum þeirra em, sem betur fer, í ágætu ástandi og hefur Prestssetrasjóður, þrátt fyrir bágan Qárhag, lyft þar “Grettistaki”. Því miður er ástand allt of margra prestssetra enn ekki eins og best verður á kosið þannig að þau séu til sóma fyrir Prestssetrasjóð og umráðamenn þeirra. A þessu starfsári hefur, eins og undanfarin ár, verið haldið áfram þeirri stefnu sem var mörkuð í viðhaldsmálum prestssetra. Reynt er að mestu að halda forgangsröðum verkefna. Varðandi forgangsröðun í viðhaldi prestssetra þá hefur það haft algjöran forgang, sem áður, að fara í þær viðgerðir á skemmdum sem geta valdið varanlegu eða meiriháttar tjóni á prestssetrinu. Viðgerðir á útveggjum, gluggum og þaki ásamt lagnakerfi hafa vegið þar þyngst. Einnig hefur eðlilegu viðhaldi innanhúss verið sinnt eftir því sem efni og aðstæður hafa leyft. Því miður em óskir og beiðnir um endurbætur frá umráðamönnum prestssetra meiri en svo að sjóðurinn hafi getað sinnt þeim með góðu móti. Þó ber að ítreka það að mikið hefur verið gert undanfarin ár eins og fjárhagsstaða sjóðsins ber ef til vill merki um. 35

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.