Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 10

Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 10
Að lokum skal á það minnt að Þjóðkirkjan og önnur trúfélög bera umtalsverða skerðingu á tekjum sínum. Skerðing sóknargjalda á íjárlögum þessa árs verður ekki greidd til baka, samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til fjárlaga. Skerðingin er komin til að vera. Þessi staðreynd kemur illa við rekstur og mannahald sókna og annarra trúfélaga og setur stórt strik í áætlanagerð þeirra. Við treystum stjómvöldum til þess að þetta verði ekki endurtekið og samningar verði framvegis virtir. Átök menningarheima í æ fleiri löndum og menningarsvæðum verða trúarleg gildi sýnilegri. Öfgasinnaðir muslimar sækja í sig veðrið víða um heim og gera kröfu til þess að ströngustu reglur Kóransins móti löggjöf og stjómarfar, menningu og þjóðlíf, svo okkur ofbýður. Þátttaka í fegurðarsamkeppni er blásin af í mótmælaskyni við dauðadóm yfir móður í Nígeríu á grundvelli þess lögmáls. Amina Laval, hefur verið dæmd til dauða, hún skal grýtt samkvæmt lögmáli Kóransins. Ástæða dauðadómsins er að bam hennar er fætt utan hjónabands. Konur um allan heim sýna andúð sína á slíkri grimmd, og það skulum við öll gera hátt og skýrt! Okkur er ekkert sama, og má ekki vera sama, af því að þetta gengur gegn svo mörgu sem við höfum álitið sjálfsagt í okkar menningu og sið. En það er ekkert sjálfsagt! Menning okkar og siður hefur mótast af þeim gildum sem sunnudagurinn vitnar um, jólin og fastan, páskar og hvítasunna, bænin í Jesú nafni vitna um. Siðurinn í landi er mnninn af rótum trúarinnar og nærist af uppeldi og iðkun trúar á heimilum, í skólum og kirkju. Ýmis trúarbrögð og trúarstefnur krefjast vaxandi hlutverks á sviði stjómmála. Og það hefur leitt til árekstra og átaka. Óttinn og ofstækið, heiftin og hatrið leita oft bandamanna í blindri trú og ofstækisfullri lögmálshyggju. Þjóðkirkjan okkar stendur fýrir allt annað. Hún vill hlynna að opinni, frjálsri trú, í nafni Jesú Krists og ljósi fagnaðarerindis hans. Hún vill vera verkfæri og farvegur náðar og umhyggju á íslandi og í samfélagi þjóðanna. I skugga stríðs Sortaský stríðsátaka hrannast upp við sjónarrönd þessa dagana. Við íslendingar höfum verið stolt af því að vera þjóð friðar. Við skulum vera friðflytjendur, sem ekki aðeins tala um frið og boða frið, heldur vinna að friði og því sem til friðar heyrir. Það krefst nýrra viðhorfa, það krefst þess að við opnum augun og sjáum mannkyn sem eitt, hvar sem er á Guðs góðu jörð. Að við finnum og viðurkennum að við emm öll Guðs böm, að sprengju sem beint er gegn Gyðingi, Palestínumanni, Iraka eða Ameríkumanni, er beint að hverju einu okkar, bömum okkar, lífi og framtíð okkar, árás á okkur, atlaga gegn lífmu. Við skulum vera friðflytjendur og krefjast eyðingar allra gereyðingarvopna, og allra sýkla og efnavopna alls staðar, og vinnum að því innan samfélags þjóðanna að afnema þær aðstæður sem em gróðrarstía ofbeldis og haturs. Við skulum vera friðflytjendur í anda Jesú sem sagði:"Sælir em friðflytjendur ..." fólk sem vinnur að friði og forsendum friðar. Til að byggja varanlegan frið þarf styrkar alþjóðastofnanir á vettvangi stjómmála, fjármála og alþjóðalaga. Það þarf að efla Sameinuðu þjóðimar og vinna að virðingu fýrir alþjóðalögum og sáttmálum. Það þarf að bijóta hlekki skuldaklafans af fátækustu þjóðunum. Það þarf samstillt átak auðugri þjóða til að stöðva eyðnipláguna í Afriku sem veldur nú þegar ólýsanlegum hörmungum og ógnar framtíð álfunnar. Þetta er virkasta baráttuaðferðin gegn hryðjuverkum. Stórauka þarf þróunaraðstoð hinna auðugri ríkja til að bægja hungurvofunni frá. Þetta em allt hrikaleg vandamál sem 6

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.