Gerðir kirkjuþings - 2002, Qupperneq 52
Þingsályktun um starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar
8. mál. Fhitt af Kirkjuráði.
Kirkjuþing samþykkir efitirfarandi starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar:
Grundvöllur
Starfsmannastefna Þjóðkirkjunnar byggist á ákvæðum kirkjulaga, starfsmannalaga og
annarra laga eftir því sem við á, starfsreglum Kirkjuþings, siðareglum viðkomandi
starfsstétta, vígslubréfum presta og djákna, svo og stefnum sem kirkjan hefur samþykkt, svo
sem jafnréttisstefhu, vímuvamarstefnu, o.fl.
Með "Þjóðkirkjan" er átt við sóknir, embætti og stofhanir Hinnar evangelísku lútersku
Þjóðkirkju á íslandi. Með orðunum "starfsfólk" og "starfsmaður/starfsmenn" er átt við vígða
þjóna Þjóðkirkjunnar, sóknamefndir, starfsfólk sókna og stofnana Þjóðkirkjunnar.
Starfsmannastefnan tekur og til ólaunaðs starfsfólks kirkjunnar eftir því sem við getur átt.
1. Meginmarkmið
Meginmarkmið starfsmannastefnunnar er
að Þjóðkirkjan hafi á að skipa hæfu, áhugasömu og ábyrgu starfsfólki,
að Þjóðkirkjan veiti starfsfólki sínu sem best skilyrði til að helga sig hinum fjölþættu
verkefnum á vettvangi kirkjunnar og möguleika til þess að vaxa og dafna í starfi.
2. Ábyrgð og skyldur stjórnenda og starfsmanna
í Þjóðkirkjunni skulu viðhafðir góðir og gildir stjómunarhættir. Þar ríki jákvætt viðhorf til
starfsmanna og gagnkvæmt traust milli stjómenda og starfsfólks.
Stjómendur sýni starfsfólki traust, tillitssemi og hreinskilni, tryggi gott samstarf og
vinnuanda, sjái til þess að vinnuaðstaða og félagslegt starfsumhverfi sé gott og veiti
starfsfólki tækifæri til að menntast og dafna í starfi, bæði faglega og persónulega.
Stjómendur gefi starfsmönnum tækifæri til að taka þátt í mótun stefnu Þjóðkirkjunnar og
ákvörðunum er varða störf þeirra sérstaklega.
Starfsfólk Þjóðkirkjunnar sýni kostgæfni og trúmennsku, ábyrgð og frumkvæði, vilja og
hæfni til samstarfs og sveigjanleika í starfi. Starfsfólk skal temja sér kurteisi og háttvísi í
framkomu og að sýna hvert öðm tilhlýðilega virðingu, umburðarlyndi og jákvætt viðmót.
Stjómendur sjái til þess að launað jafnt sem ólaunað starfsfólk njóti virðingar fyrir störf sín.
3. Upplýsingar, boðmiðlun og samskipti
Almennar upplýsingar um stefnu og starfsemi Þjóðkirkjunnar skulu ávallt vera starfsfólki
aðgengilegar.
Upplýsingastreymi og boðleiðir skulu vera skilvirkar til að styrkja samstöðu starfsfólks, auka
ábyrgð og bæta samskipti. Stjómendum ber skylda til að upplýsa starfsfólk um málefhi sem
varða störf þess sérstaklega.
4. Jafnrétti, starf og fjölskylda
Starfsfólki skal gert kleift að samræma starfsskyldur og skyldur við fjölskylduna.
Starfsfólki skal gefinn kostur á tímabundnu breyttu starfshlutfalli og sveigjanlegum
vinnutíma vegna fjölskylduábyrgðar, eftir því sem kjarasamningar og aðstæður leyfa og án
þess að það hafi áhrif á starfsframa þeirra.
Þjóðkirkjan stendur vörð um mannréttindi, hvetur til umburðarlyndis og vinnur samkvæmt
jafhréttislögum og jafnréttisáætlun kirkjunnar.
48