Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 24

Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 24
g. Efla þarf fræðslu- og menningartengda starfsemi í Skálholti, en margar nýjungar eru þar á döfinni með nýjum rektor. Fræðslu - og menningartengd starfsemi í Skálholti hefur stóraukist eins og sjá má af skýrslu Skálholtsskóla sem fylgir skýrslu þessari. Þá eru fomleifarannsóknir hafhar og gerður hefur verið samstarfssamningur Kirkjuráðs og Fomleifastofhunar íslands um þessar rannsóknir næstu árin. h. Fjárhagsnefnd styður þá stefnu Kirkjuráðs að veita ákveðnar jjárhæðir til kirkjumiðstöðva, en að þær taki ábyrgð á rekstri sínum sjálfar að öðru leyti. Jafnframt sé fylgst með ráðstöfun jjárins. Kirkjuráð hefur unnið á grundvelli þessarar samþykktar og fýlgst með ráðstöfun fjárins. Kirkjuráð samþykkti að mynda starfseyki þriggja manna til þess að gera tillögu til ráðsins um skipan kirkjumiðstöðva og verkaskiptingu kirkjumiðstöðva, þ.m.t. hugsanleg þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu. i. Sé greitt fyrir nefndarstörf á vettvangi kirkjunnar er æskilegt að greitt sé í samræmi við gjaldskrá þóknananefndar. Kirkjuráð hefur sent öllum hlutaðeigandi þ.m.t. héraðsnefndum prófastsdæmanna ábendingu um þetta. j. Skoðað verði hverjum beri að greiða bætur við val á sóknarpresti vegna úrskurðar jafnréttisnefndar eða annarra aðila. Skoðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er að beri að greiða bætur, þurfi Þjóðkirkjan að axla þær skyldur. 3. mál 2001. Starfsreglur um breyting á starfsreglum um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma nr. 731/1998 Málinu var vísað til biskupafundar. Helstu nýmælin vom þau að tvö ný prestaköll vom auglýst laus til umsóknar í sumar, Lindaprestakall í Kópavogi og Vallaprestakall í Hafnarfirði og hafa þau bæði verið veitt. í ályktun Kirkjuþings var sérstaklega rætt um stöðu Barðastrandarprófastsdæmis. Biskupafundur kannaði það mál og ræddi vígslubiskup í Skálholti við kirkjulega aðila í prófastsdæminu. Biskupafundi þykir ekki ástæða til að svo komnu máli að leggja til breytingar á stöðu prófastsdæmisins. Vísast að öðm leyti til 5. máls á Kirkjuþingi 2002. 4. mál 2001. Starfsreglur um breyting á starfsreglum um rekstrarkostnað prestsembætta og vegna prófastsstarfa nr. 819/1999 Kirkjuþing samþykkti hækkun á rekstrarkostnaði umffam það sem gert var ráð fýrir í upphaflegri tillögu Kirkjuráðs og var hækkunin rúmlega 1 millj. kr. Fjárhagsnefnd hafði lagt til að þessari hækkun yrði mætt með fjármunum sem sparast vegna niðurlagðra prestsembætta. 5. mál 2001. Tillaga til þingsályktunar um starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar Samþykkt var að tillaga að starfsmannastefnu yrði athuguð með hliðsjón af umræðum á Kirkjuþingi og lögð fram að nýju á næsta Kirkjuþingi. Hún er eitt af málum Kirkjuráðs á þessu þingi nokkuð breytt að uppsetningu og orðalagi. 20

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.