Gerðir kirkjuþings - 2002, Qupperneq 8
Ávarp biskups íslands
Karls Sigurbjömssonar
Kirkjumálaráðherra, frú Sólveig Pétursdóttir, forseti Kirkjuþings, Jón Helgason, biskupar,
heiðruðu kirkjuþingsfulltrúar, góðir gestir. Verið velkomin til Kirkjuþings 2002.
Nú kemur nýkjörið þing saman, fulltrúar kjömir af söfnuðum landsins til setu næstu fjögur
árin. Miklar breytingar em á þingliði. Er gleðilegt að sjá hve margar konur hafa valist til
þings að þessu sinni. Konur hafa aldrei verið eins margar á Kirkjuþingi og nú. Ég vil þakka
kirkjuþingsfulltrúum öllum fýrir að gefa kost á sér og að vilja taka þátt í að móta stefhu
kirkjunnar og stýra málum hennar. Guð blessi ykkur og gefi að andi samstarfsvilja og
góðvildar og umhugsunin um velferð kirkju Krists móti þingstörf og samskipti öll.
Horfnir em af vettvangi þingmenn sem sett hafa svip sinn á þingstörf umliðinna ára. Þeim
skal þakkað framlag þeirra. Þrír kirkjuráðsmenn em horfnir af Kirkjuþingi, Hallgrímur
Magnússon er horfmn til starfa erlendis, Guðmundur K. Magnússon hlaut ekki endurkjör til
Kirkjuþings og séra Hreinn Hjartarson sóttist ekki eftir endurkjöri og lætur senn af
prestsembætti. Þeir tveir síðamefndu munu sitja þetta Kirkjuþing fram yfir kirkjuráðskjör, og
er gott að fá enn að njóta góðra krafta þeirra. Ég þakka þeim öllum frábær störf í kirkjuráði
og alla góða málafýlgju.
Séra Bolli Gústavsson vígslubiskup á Hólum sagði embætti sínu lausu um sl. áramót af
heilsufarsástæðum. Séra Bolli er kvaddur með virðingu og þökk. Kirkjuþing sendir honum
og fjölskyldu hans hugheilar kveðjur. Séra Sigurður Guðmundsson, fýrmm vígslubiskup,
mun gegna vígslubiskupsembættinu uns niðurstaða liggur fýrir í vígslubiskupskjöri. Gott er
að fá enn að njóta hans að.
Stefnumótun kirkjunnar
Ég tel stefnumótun eitt mikilvægasta viðfangsefni Kirkjuþings að þessu sinni. Þökk sé þeim
sem unnið hafa mikið starf að því að marka leiðimar í þessum efnum. Jafnffamt ályktun um
að hefjast handa um stefnumótun kirkjunnar em þrjú stefhumarkandi mál til afgreiðslu
þingsins, svonefndar deilistefnur. Það er starfsmannastefna Þjóðkirkjunnar, og svo ályktun
um kirkju og skóla, og um öldmnarþjónustu sóknanna. Einnig er lögð fram sem fýlgiskjal
með skýrslu Kirkjuráðs drög að tónlistarstefnu kirkjunnar.
I stefnumótun er mikilvægt að greina styrk og veikleika, ógnanir og tækifæri í lífi og starfi
Þjóðkirkjunnar og stöðu hennar í samfélaginu. Grandskoða þarf félagslega og andlega þætti
trúar og kirkjustarfs og jafnframt að hefja upp framtíðarsýn. Ég vænti þess að sem allra
flestir á vettvangi kirkju og þjóðlífs komi að verki við stefnumótun kirkjunnar og leggi fram
sitt innsæi, reynslu og hugsjón. Kirkjuþing þarf að horfa fram og út til samfélagsins. Og það
þarf að marka stefnu og forgangsraða í starfi kirkjunnar. Kirkjuþing þarf að horfa á strauma
samtímans og meta hvert þeir bera íslenska menningu, þjóðlíf og kirkjuna. Prestastefna lagði
afar mikilvæga vinnu að mörkum á s.l. sumri. Leikmannastefna verður helguð stefnumótun
og eins þurfa prófastsdæmin og einstaka sóknir að koma að þessu starfí svo sjónarmið hinna
mörgu komist að.
4