Gerðir kirkjuþings - 2002, Side 11
blasa við fjölskyldu þjóðanna, og það eru okkar vandamál, og viðfangsefni sem okkur ber
siðferðileg skylda til að takast á við og leita lausna á af einbeitni og alvöru.
Við skulum vera ffiðflytjendur og láta rödd okkar heyrast á alþjóðavettvangi. Rödd friðar
gegn stríði. Stríð hafa svo oft verið háð til að tryggja frið. Það liggur ekkert fyrir um að friður
verði í Mið-Austurlöndum þótt írak verði sprengt í tætlur. Öðru nær. Mestu varðar að skapa
skilyrði fyrir þær aðstæður sem stuðla að réttlátum friði. Stríð við írak gæti gert vonir um
slíkt að engu. Það gæti líka orðið vatn á myllu þeirra sem vilja ganga harðast gegn
vestrænum, kristnum gildum. Kristnir menn í Mið-Austurlöndum, sem og annars staðar á
áhrifasvæði íslam, eiga í vök að veijast. Margir óttast að árás á Irak verði til að þrengja kosti
þeirra enn. Stjóm Lútherska heimssambandsins og Alkirkjuráðið og kirkjuleiðtogar austan
hafs og vestan hafa varað við stríði og hvatt til þess að leitað verði áfram pólitiskra og
diplómatískra leiða til að draga úr spennunni milli íraks og annarra þjóða. Við skulum taka
undir með þeim, íslendingar, og vera málsvarar friðar. Biðjum fyrir friði. Hugsum um frið,
tölum fyrir friði, leitum friðar, störfum í friði. “Sælir em friðflytjendur, því þeir munu Guðs
böm kallaðir verða." Vemm í þeirra hópi, íslendingar. Boðberar og talsmenn friðar gegn
hvers konar hemaðarhyggju og valdbeitingar heima og heiman.
Skólinn og kirkjan
í kvöld mun Kirkjuþing taka sér ferð á hendur austur á Eyrarbakka og minnast þar 150 ára
afmælis bamaskólans og votta bamafræðslunni á Islandi virðingu sína og þökk. Við viljum
þakka það mikla og góða starf sem unnið er í skólum landsins, sýna skólastarfínu samstöðu
og biðja blessunar.
Kirkja og skóli verða eitt umfjöllunarefna Kirkjuþings að þessu sinni. Kristinfræði er því
miður allt of þröngur stakkur skorinn í grunnskólanum. Og það er áhyggjuefni að
kristinfræði og trúarbragðafræði er ekki að finna í námsskrám framhaldsskólanna á Islandi.
Þjóðkirkjunni er afar mikilvægt að marka sér stefnu varðandi það hvemig hún ætlar að
bregðast við þessu. Hún þarf að móta sér stefnu um það hvemig hún vill vinna með
skólanum og kennurum í kristnum fræðum og trúarbragðafræðum, svo þeir geti betur sinnt
því að miðla þekkingu á kristnum trúar- og menningararfi og jafnframt að temja bömum og
ungmennum umburðarlyndi gagnvart þeim sem sem hafa önnur lífsviðhorf. Það er mikilvægt
að leggja áherslu á samhljóm kristni og þeirra gmnngilda sem við viljum meta mest: virðing
fyrir manngildinu, mannúð og mildi. Þjóðkirkjan vill eiga samleið með skólum landsins í
náinni samvinnu við heimilin að ræktun þessara gmnngilda.
Boðun kirkjunnar
Boðun kirkjunnar hefur verið til umræðu á sl. sumri þar sem athygli hefur vakið að prestar
kvöddu sér hljóðs um brennandi mál samtíðar. Er það vel, þótt þetta sé síður en svo nýlunda.
Það er nauðsynlegt að boðun kirkjunnar sé spámannleg er hún fjallar um uppblástur siðgilda,
sundmn nærsamfélagsins, upplausn fjölskyldunnar, öfgakennda einstaklingshyggju,
ofbeldisdýrkun og hömlulausa græðgi í samtímanum. Boðun kirkjunnar á að vera á bandi
lífsins og tala máli þeirra sem halloka fara í samfélaginu.
Boðandi kirkja á að vera spámannleg í boðun sinni, spámannleg í kærleika, og hún á að vera
sjálfsgagnrýnin í kærleika. Það verður að fara saman, svo boðun hennar verði ekki
dægurmálaspjall eða yfirborðsleg vandlætingarsemi, hljómandi málmur og hvellandi bjalla.
Með boðun, prédikun sem sér og skilgreinir sameiginleg gildi og dyggðir, og bendir á og
varar við löstum og synd er kristin kirkja að bera vitni um hið komandi ríki Guðs þar sem
7