Gerðir kirkjuþings - 2002, Qupperneq 37
Fjármál Þjóðkirkjunnar
2. mál. Flutt af Kirkjuráði.
Að tillögu fjárhagsnefndar voru reikningar og fjárhagsáætlanir afgreidd með eftirfarandi
umsögn:
Fjárhagsnefnd fór yfir reikninga og fjárhagsáætlanir Þjóðkirkjunnar og sjóða hennar, þ.e.
Kristnisjóðs, Kirkjumálasjóðs, Jöfnunarsjóðs sókna og Fræðslu-, kynningar- og útgáfusjóðs.
Fjármálastjóri greiddi greiðlega úr spumingum nefndarmanna varðandi reikninga þessa og
áætlanir, en nú er gerð áætlun um afkomu ársins 2003 og spá um afkomu 2004 og 2005.
Einnig skoðaði nefndin aðra endurskoðaða reikninga kirkjustofnana og aflaði sér upplýsinga
um rekstur nokkurra, eftir því sem hún taldi sig þurfa.
Nefndin fékk á sinn fund vígslubiskup Skálholtsumdæmis, formann stjómar
Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, Guðmund K. Magnússon kirkjuráðsmann, tvo stjómarmenn
Tónskóla Þjóðkirkjunnar, ffamkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, framkvæmdastjóra
Kirkjuráðs og skrifstofustjóra Biskupsstofu. Framangreindir aðilar leystu greiðlega úr
spumingum nefndamanna og veittu nefndinni umbeðnar upplýsingar.
Að fengnum þessum svömm og skoðun á gögnum varðandi fjármál Þjóðkirkjunnar vill
fjárhagsnefnd vekja athygli á eftirfarandi atriðum:
1. Með þriggja ára rekstraráætlunum Þjóðkirkjunnar sem Kirkjuráð leggur ffam á
Kirkjuþing fýlgi skýringar og forsendur um einstaka verkþætti sem áætlanimar taka
til.
2. Kirkjuráð veiti stjóm Fjölskylduþjónustu kirkjunnar umboð til að taka upp að nýju
samningaviðræður við prófastsdæmi, sveitarfélög og ríki um samstarf í
fjölskylduþjónustu.
3. Kannaður verði möguleiki á að kirkjur leggi inn og ávaxti fé sitt í ábyrgðardeild
Jöfnunarsjóðs sókna ef sömu kjör fengjust þar og á markaði. Innlagt fé yrði að vera
bundið ákveðinn tíma, t.d. í 5 ár. Með því móti mætti styrkja ábyrgðardeildina og
hækka ábyrgðargetu hennar.
4. Kirkjuráð kanni möguleika á breyttu fýrirkomulagi varðandi úthlutun fjár til kirkna úr
Jöfnunarsjóði sókna. Um verði að ræða annars vegar óafturkræfan styrk og hins vegar
lán sem verði afborgunarlaust ákveðinn árafjölda, beri ekki vexti en fjárhæðin verði
háð breytingum á neysluverðsvísitölu. Sókn mun hefja greiðslu afborgana af láninu
þegar hún er komin yfir verstu fjárhagserfiðleikana og Jöfnunarsjóður fái
endurgreiddan hluta þess fjár sem með núverandi kerfi er varið í styrki.
5. Lögð verði áhersla á að gengið sé eftir skilum á skýrslum og ársreikningum sókna,
héraðssjóða og þeirra aðila sem njóta styrkja úr sjóðum kirkjunnar. Sama á við um
aðra starfsemi, svo sem kirkjumiðstöðvar, fræðslustarf o.fl.
ó. Fáist ekki viðbótarframlag vegna rekstrarkostnaðar prestsembættis í London verður
að leggja þjónustuna niður, þó Kirkjuþing hafi ríkan skilning á mikilvægi hennar.
33