Gerðir kirkjuþings - 2002, Blaðsíða 40

Gerðir kirkjuþings - 2002, Blaðsíða 40
Fréttabréf Á árinu voru gefin út tvö fréttabréf þar sem sagt er frá ákvörðunum stjómar og framkvæmdum á prestssetrunum. Stefnt er að því að útgáfa fféttabréfs haldi áfram. Nokkur einstök verkefni Gengið hefur verið frá leigulóðarsamningum í Útskálalandi og ættu þeir að vera tilbúnir til undirritunar á næstu dögum eða vikum. Forræðið er á höndum sóknarprestsins, sem vinnur að málinu innan ramma, sem samkomulag er um milli sjóðsins og hans. Viðræður hafa farið fram við Sparisjóðinn í Keflavík um styrk til að endurgera gamla prestshúsið sem sérstakt kirkju- og menningarsetur sem einnig kæmi til með að þjóna kirkjunni sem þjónustuhús. Þær viðræður hafa gengið hægar en vonir stóðu til vegna óvissu í hlutafélagavæðingu sparisjóða. Unnið verður að þessum málum áfram í samráði við heimamenn. Að ósk Landsvirkjunar hafa farið fram viðræður vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun í landi Valþjófsstaðar. Þar er um nokkuð flókið ferli að ræða þar sem koma inn landamerki jarða og hugsanlegar bætur vegna framkvæmdanna svo nokkuð sé nefht. Óskað var eftir tilboðum í byggingu prestsbústaðar að Glaumbæ í Skagafirði og bárust fimm tilboð frá þremur aðilum. Bygging þessa prestsseturs hefur lengi verið á loforðalista stjómar Prestssetrasjóðs en aldrei orðið úr af ýmsum ástæðum. Fyrir liggur samþykkt Kirkjuráðs frá 25. jan. s.l. þar sem “Kirkjuráð gerir ekki athugasemd við þá fyrirætlun Prestssetrasjóðs að reisa nýjan prestsbústað í Glaumbæ, enda hillir undir niðurstöður viðræðna við ríkið um prestssetur á grundvelli tillagna prestssetranefndar”. Búnaðarbankinn á Sauðárkróki leggur til fjármagn á góðum kjörum og jafnframt er stefnt að því að nota andvirði af sölu gamla hússins í Glaumbæ og prestssetursins að Hólum í Hjaltadal. Breyting hefur orðið á hlutverki prestssetursins á Hólum í Hjaltadal, því það hús er ekki lengur prestssetur heldur í raun vigslubiskupsbústaður og eðlilegt að sú eign sé keypt af Kirkjuráði og færð í eignasafn þess, þar sem fýrir em eignir eins og Skálholt, Löngumýri o.fl. Á Kirkjuþingi 1999 var Selfossi bætt á lista þeirra staða sem eiga að hafa prestssemr. Þar er nú kominn nýr prestur, sem býr í eigin húsnæði. Prestssetrasjóður hefur boðist til að leigja af honum húsnæðið á sömu kjömm og prestar leigja af sjóðnum, en samningur hefur ekki enn verið gerður. Stefna stjómarinnar er að leysa með sama hætti mál nokkurra staða þar sem prestssetur á að vera skv. starfsreglum, en Prestssetrasjóður hefur ekki yfir húsnæði að ráða. Má þar t.d. nefna Egilsstaði. Þegar rætt er um prestssetur á ijölmennum stöðum má auðvitað einnig velta fyrir sér hvort þar eigi yfir höfuð að vera prestssetur, eða hvort þar eigi ekki að vera sama fyrirkomulag og í öðrum sambærilegum þéttbýlum svæðum þar sem prestar búa í sínu eigin húsnæði. Ovissa í landamerkjum prestsetursjarða virðist, því miður, vera víða og em sum ágreiningsmálin áratuga eða nær 100 ára gömul. Framkvæmdastjóri sjóðsins hefur verið að vinna í nokkmm þeirra á árinu. Má þar nefna staði eins og Holt í Önundarfirði, Ása í Skaftártungu, Valþjófsstað og Odda á Rangárvöllum. í þessum efnum er það þannig að oft er deilt um hluti sem í raun skipta litlu sem engu máli fyrir aðila. Einnig kemur til að misræmi er í landamerkjalýsingum og afsölum viðkomandi jarða. Vonir standa til að sættir muni takast í nokkmm þessara langdregnu mála á þessu ári. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.