Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 26

Gerðir kirkjuþings - 2002, Page 26
Kirkjuráð skipaði starfshóp til að fara yfir málefni Vestmannsvatns. Tillögur starfshópsins eru þær að megin áhersla verði lögð á starfrækslu sumarbúða fyrir böm. Endurmat á starfseminni fari ffarn að þremur ámm liðnum. Kirkjuráð samþykkti ábyrgð fyrir láni allt að 2.4 millj. og vilyrði um styrk á árinu 2003 úr Jöfnunarsjóði að fjárhæð kr. 2.5 millj. og sömu fjárhæð á árinu 2004. Fé fari til að greiða niður lánið og til endurbóta á húsnæðinu. Ný stjóm hefur verið skipuð skv. skipulagsskrá. Stjómin hefur lagt fram þriggja ára starfsáætlun og fjárhagsáætlun fyrir Kirkjumiðstöðina að Vestmannsvatni, skv. samþykkt Kirkjuráðs. 13. mál 2001. Tillaga til þingsályktunar um kosningar til Kirkjuþings 2002 Kirkjuráð beindi þeim tilmælum til kjósenda Kirkjuþings að jafnréttisáætlun kirkjunnar skyldi höfð í heiðri við kosningamar. 14. mál 2001. Tillaga um frumvarp um breytingu og viðbót á lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar Kirkjuþing vísaði málinu frá en samþykkti ályktun löggjafamefndar um að undirbúningi að endurskoðun löggjafar á sviði kirkjumála yrði vísað til Kirkjuráðs. 15. mál 2001. Tillaga til dóms- og kirkjumálaráðherra að reglugerð um ábyrgðir Jöfnunarsjóðs sókna Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur sett reglugerð um ábyrgðir Jöfnunarsjóðs sókna, sem nú hefur rýmri heimildir til að ganga í ábyrgðir fýrir lánum sókna að vissum skilyrðum uppfýlltum. Kirkjuráð hefur nú þegar nýtt sér þessa heimild í nokkmm tilvikum og gengið í ábyrgð fyrir skuldum nokkurra kirkna. 16. mál 2001. Tillaga að frumvarpi til laga um brottfall laga um Kirkjubyggingasjóð nr. 21/1981 A síðasta Alþingi vom samþykkt lög um brottfall laga um Kirkjubyggingasjóð. Sjóðurinn rann inn í ábyrgðardeild Jöfnunarsjóðs sókna. 17. mál 2001. Tillaga að starfsreglum um prestastefnu Islands Kirkjuþing beindi þeirri ósk til biskups íslands að hann léti kanna stöðu Prestastefnunnar gagnvart Kirkjuþingi. Biskup ræddi málið á Prestastefnu síðastliðið sumar. Málið er til athugunar. 18. mál 2001. Tillaga að starfsreglum um starfsemi fríkirkju innan Þjóðkirkjunnar Samþykkt málsins þótti ekki gefa sérstakt tilefhi til viðbragða af hálfu Kirkjuráðs. 19. mál 2001. Tillaga að starfsreglum um fastanefndir Þjóðkirkjunnar Máli þessu var vísað til Kirkjuráðs. Málið er til athugunar. 20. mál 2001. Tillaga að starfsreglum að breytingum og viðbótum við starfsreglur um Prestssetrasjóð nr. 826/2000 Málinu var vísað frá Kirkjuþingi. 21. mál 2001. Tillaga að starfsreglum um breytingu og viðbót á starfsreglum um Kirkjuráð nr. 817/2000 Málinu var vísað frá Kirkjuþingi. 22

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.