Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 6

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 6
6 að allir sitji á sátts höfði, enda hafa hugmyndir Chomskys verið vegnar og metnar – og margar hverjar léttvægar fundnar. Sjálfur hefur hann raunar farið fyrir í þeirri gagnrýni og verið allra manna ötulastur að endurskoða fyrri hugmyndir sínar, rífa þær niður og setja fram nýjar í staðinn. Þó hefur hann aldrei hvikað frá kjarnanum í upprunalegu kenningunni. Ýmsir mál- fræðingar hafa harðlega gagnrýnt hugmyndina um að setningamyndunin sé miðlæg og telja að Chomsky taki ekki nægilegt tillit til merkingarlegrar túlkunar setninga, sem sé ekki síður mikilvæg en myndun þeirra, enda standist slík aðgreining myndunar setninga og merkingar þeirra ekki í raun. deilur af þessum toga einkenndu m.a. þau fræðilegu átök sem geis- uðu um miðjan sjöunda áratug 20. aldar og ganga undir nafninu málvís- indastríðin (e. The Linguistic Wars).11 Í stuttu máli vildu talsmenn svokall- aðrar generatífrar merkingarfræði (e. generative semantics), sem margir höfðu raunar verið nemendur eða samstarfsmenn Chomskys, gera hlut merkingarfræðinnar meiri en Chomsky var reiðubúinn að fallast á; þeirra á meðal voru Paul Postal, James McCawley og George Lakoff. Ýmsir þess- ara fræðimanna hafa síðar sagt skilið við generatífa málfræði Chomskys og halda þess í stað fram málstað hugrænnar málfræði (e. cognitive linguistics); á meðal helstu frumkvöðla á því sviði er einmitt áðurnefndur Lakoff, ásamt Ronald Langacker.12 Í hugrænni málfræði er venjulega gert ráð fyrir því að tungumálið hafi ekki þá sérstöðu sem Chomsky álítur, heldur sé það frem- ur hluti af almennri hugarstarfsemi mannsins. Á síðari árum hefur afbrigði hugrænnar málfræði rutt sér til rúms, sem heitir á ensku Construction Grammar; það hefur á íslensku stundum verið kallað byggingarmálfræði en hér verður haft um það heitið mynsturmálfræði.13 Í mynsturmálfræði eru grunneiningar málfræðinnar mynstur („konstrúksjónir“) og málfræðin er talin vera mynduð á kerfisbundinn hátt með uppbyggingu smærri ein- 11 Sjá Randy A. Harris, The Linguistic Wars, Oxford: Oxford University Press, 1993. 12 Sjá t.d. George Lakoff, Women, Fire and Dangerous Things: What Categories Reveal about the Mind, Chicago: University of Chicago Press, 1987, og Ronald Langacker, Foundations of Cognitive Grammar. 1.–2. b., Stanford: Stanford University Press, 1987/1991. 13 Sbr. Adele Goldberg, Constructions: A Construction Grammar Approach to Argu- ment Structure, Chicago: University of Chicago Press, 1995; Bill Croft, Radical Construction Grammar: Syntactic Theory on Typological Perspective, Oxford: Oxford University Press, 2001; og Jóhanna Barðdal og Þórhallur Eyþórsson, „Reconst- ructing syntax: Construction Grammar and the Comparative Method“, Sign-Based Construction Grammar, ritstj. Hans C. Boas og Ivan A. Sag, Stanford: CSLI, 2012, bls. 267–321. BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR oG ÞóRhalluR EyÞóRSSon
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.