Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 6
6
að allir sitji á sátts höfði, enda hafa hugmyndir Chomskys verið vegnar og
metnar – og margar hverjar léttvægar fundnar. Sjálfur hefur hann raunar
farið fyrir í þeirri gagnrýni og verið allra manna ötulastur að endurskoða
fyrri hugmyndir sínar, rífa þær niður og setja fram nýjar í staðinn. Þó hefur
hann aldrei hvikað frá kjarnanum í upprunalegu kenningunni. Ýmsir mál-
fræðingar hafa harðlega gagnrýnt hugmyndina um að setningamyndunin
sé miðlæg og telja að Chomsky taki ekki nægilegt tillit til merkingarlegrar
túlkunar setninga, sem sé ekki síður mikilvæg en myndun þeirra, enda
standist slík aðgreining myndunar setninga og merkingar þeirra ekki í
raun. deilur af þessum toga einkenndu m.a. þau fræðilegu átök sem geis-
uðu um miðjan sjöunda áratug 20. aldar og ganga undir nafninu málvís-
indastríðin (e. The Linguistic Wars).11 Í stuttu máli vildu talsmenn svokall-
aðrar generatífrar merkingarfræði (e. generative semantics), sem margir
höfðu raunar verið nemendur eða samstarfsmenn Chomskys, gera hlut
merkingarfræðinnar meiri en Chomsky var reiðubúinn að fallast á; þeirra á
meðal voru Paul Postal, James McCawley og George Lakoff. Ýmsir þess-
ara fræðimanna hafa síðar sagt skilið við generatífa málfræði Chomskys og
halda þess í stað fram málstað hugrænnar málfræði (e. cognitive linguistics);
á meðal helstu frumkvöðla á því sviði er einmitt áðurnefndur Lakoff, ásamt
Ronald Langacker.12 Í hugrænni málfræði er venjulega gert ráð fyrir því að
tungumálið hafi ekki þá sérstöðu sem Chomsky álítur, heldur sé það frem-
ur hluti af almennri hugarstarfsemi mannsins. Á síðari árum hefur afbrigði
hugrænnar málfræði rutt sér til rúms, sem heitir á ensku Construction
Grammar; það hefur á íslensku stundum verið kallað byggingarmálfræði
en hér verður haft um það heitið mynsturmálfræði.13 Í mynsturmálfræði
eru grunneiningar málfræðinnar mynstur („konstrúksjónir“) og málfræðin
er talin vera mynduð á kerfisbundinn hátt með uppbyggingu smærri ein-
11 Sjá Randy A. Harris, The Linguistic Wars, Oxford: Oxford University Press,
1993.
12 Sjá t.d. George Lakoff, Women, Fire and Dangerous Things: What Categories Reveal
about the Mind, Chicago: University of Chicago Press, 1987, og Ronald Langacker,
Foundations of Cognitive Grammar. 1.–2. b., Stanford: Stanford University Press,
1987/1991.
13 Sbr. Adele Goldberg, Constructions: A Construction Grammar Approach to Argu-
ment Structure, Chicago: University of Chicago Press, 1995; Bill Croft, Radical
Construction Grammar: Syntactic Theory on Typological Perspective, Oxford: Oxford
University Press, 2001; og Jóhanna Barðdal og Þórhallur Eyþórsson, „Reconst-
ructing syntax: Construction Grammar and the Comparative Method“, Sign-Based
Construction Grammar, ritstj. Hans C. Boas og Ivan A. Sag, Stanford: CSLI, 2012,
bls. 267–321.
BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR oG ÞóRhalluR EyÞóRSSon