Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 17
17
takasviðinu taki hugtök gjarna til hins áþreifanlega eins og líkamans15 – en
á marksviðinu fremur til sértækra (e. abstract) fyrirbæra eða einkanlegra,
eins og tilfinninga. Hugtakslíkingar feli í sér svokallaðar varpanir (e. mapp-
ings) milli sviðanna tveggja eða samhæfingu þeirra, þannig að upptakasvið-
ið sé nýtt til að skýra marksviðið og stefnan í líkingunni sé í eina átt (A er
B). Af orðalagi eins og „Þegar svikin komust upp féll framkvæmdastjórinn
úr háum sessi og kom hart niður“, lýsir t.d. hugtakslíkingin fall er niður
læging.
Hugtakslíkingar draga einnig dám af þjóðfélagsgerð, menningu og
venjum í félagslegum samskiptum; þannig gerir Lakoff ráð fyrir að líkingin
tími er peningar hafi fest í sessi í ensku með iðnbyltingunni.16 En menn
eru yfirleitt ekki meðvitaðir um hugtakakerfið sem þeir nýta, heldur hugsa
og bregðast oftast ósjálfrátt við eftir ákveðnum brautum.17 Sem dæmi má
taka að eftir viðskiptabóluna á síðasta áratug heyrast ýmsir háskólamenn
tala um nemendur sem „viðskiptavini“; að þeir þurfi sjálfir að „selja hug-
myndina“ um að tiltekið háskólanám sé arðbært eða að huga verði að því
að „mannauður fari forgörðum“, flytji skólagengið fólk úr landi. Ekki er
víst að þeir sem svo taka til orða féllust á lífsskoðunina sem er að baki hug-
takslíkingum eins og menntun er fjárfesting/vara, menn eru peningar,
lífið er markaður.
Ýmsir taugafræðingar hafa tekið undir kenningu Lakoffs og Johnsons
og hún hefur í ákveðnum meginatriðum fengið stuðning af sálfræðirann-
sóknum.18 En hún hefur líka verið gagnrýnd. Þeir félagar hafa meðal ann-
ars verið sakaðir um afstæðishyggju; leidd hafa verið rök að því að kenning
15 George Lakoff og Mark Johnson, Metaphors We Live By, bls. 91, 117 og 224. Um
skynheildir sjá Jörgen Pind í þessu hefti.
16 Sjá t.d. George Lakoff, „The Contemporary Theory of Metaphor“, Metaphor and
Thought (2. útg.), ritstj. Andrew Ortony, Cambridge: Cambridge University Press,
1993, bls. 243.
17 Sjá George Lakoff og Mark Johnson, Metaphors We Live By, bls. 3–6.
18 Sjá taugafræðingana Gerald Edelman, The Bright Air, Brilliant Fire: On the Matter
of Mind, New York: Basic, 1993, bls. 246–52; Antonio R. damasio, Descartes’
Error: Emotion, Reason, and the Human Brain, New York: Avon, 1994, bls. 123–144;
V.S. Ramachandran, „The Phenomenology of Synaesthesia“, Journal of Consciou-
sness Studies, 8/2003, bls. 51. Um sálfræðirannsóknir, sjá t.d. daniel Casasanto,
„Embodiment of Abstract Concepts: Good and Bad in Right- and Left-Hand-
ers“, Journal of Experimental Psychology 3/2009, bls. 351–367; dustin J. Merritt,
daniel Casasanto og Elizabeth M. Brannon, „do monkeys think in metaphors?:
Representations of space and time in monkeys and humans“, Cognition, 2/2010,
bls. 191–202.
„HOLdIð HEFUR VIT“