Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 18

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 18
18 þeirra sé ekki eins altæk og þeir hafa stundum viljað vera láta og að hún taki ekki nægilega mið af menningu.19 Sjálfir hafa þeir breytt um áherslur. Lakoff hefur t.d. fengist við taugafræði tungumálsins (e. Neural Theory of Language) en Johnson hefur beint sjónum að fagurfræði og líkamsmót- un.20 Aðrar kenningar um líkamsmótun vitsmunanna sem markað hafa hug- ræna bókmenntafræði eru t.d. kenningin um hið ávirka vitsmunalíf (e. enactive cognition) og kenningin um víkkaða hugann (e. extended mind). Hina fyrri settu sálfræðingurinn Eleanor Rosch, heimspekingurinn Evan T. Thompson og líffræðingurinn Francisco J. Varela fram árið 1991 og sóttu hugmyndir jafnt til líffræði, fyrirbærafræði og búddisma. Þau setja á oddinn að vitsmunastarf snúist ekki um að fyrirframgefinn hugur fáist við birtingarmynd fyrirframgefins heims og benda á að margir evrópskir heimspekingar hafi gert nákvæma grein fyrir að „þekking er háð því að vera í heimi sem verður ekki greindur frá líkömum manna, tungumáli, sögu og samfélagi – í stuttu máli frá líkamsmótun“.21 Hugmyndin um ávirkt vitsmunalíf á nú einkum við um að skynjun og hugsun séu samtvinnuð hreyfivirkni, og áhrifa hennar gætir m.a. í bók heimspekinganna Shauns Gallagher og dans Zahavi sem leitast við að sýna hvað fyrirbærafræði hafi að bjóða hugrænum fræðum.22 Fyrir seinni kenningunni hafa heimspekingurinn Andy Clark og fleiri mælt. Hann gerir ráð fyrir að umhverfið taki virkan þátt í að knýja vits- munastarfið og tungumálið sé ekki spegill þess sem innra með manninum býr, heldur viðbót við það, tæki til að framlengja vitsmunina, ef svo má 19 Sjá t.d. Steven Pinker, The Stuff of Thought: Language as a Window into Human Nat- ure, London: Allan Lane, 2007, bls. 235–278; Thora Tenbrink, „The Language of Space and Time“, Journal of Pragmatics 3/2011, bls. 691–694 og Chris Sinha og Kristine Jensen de Lopez, „Language, culture and the embodiment of spatial cognition“, Cognitive Linguistics 1–2/2000, bls. 17–41. Nefnt skal að meðal gagn- rýnenda Lakoffs og Johnsons er Stefán Snævarr, sjá Metaphors, Narratives, Emotions: Their Interplay and Impact, Amsterdam og New York: Rodopi, 2010, bls. 114–125. 20 Sjá t.d. George Lakoff, „The Neural Theory of Metaphor“, The Cambridge Hand- book of Metaphor and Thought, Cambridge og New York: Cambridge University Press, 2008, bls. 17–38 og Mark Johnson, The Meaning of the Body: Aesthetics of Human Understanding, Chicago og London: Chicago University Press, 2007. 21 Fransisco J. Varela, Evan T. Thompson og Eleanor Rosch, The Embodied Mind: Cognitive Science and Human Experience, Cambridge MA: MIT-Press, 1992 [1991], bls. 9 og 149. 22 Shaun Gallagher og dan Zahavi, The Phenomenological Mind: An Introduction to Philosophy of Mind and Cognitive Science, New York: Routledge 2008. BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.