Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 20

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 20
20 eftirlíkingarhæfni þeirra og samlíðan.27 Samlíðan er gjarna nefnd í sama orðinu og hugarkenningin (e. Theory of Mind) sem vísar til þess hæfileika mannsins að draga ályktanir af gerðum annarra, svipbrigðum þeirra og látæði um það sem þeim býr í hug.28 Um hugarkenninguna eða hugar- lestur – sem er blátt áfram orðið yfir fyrirbærið – hafa þróunarsálfræðingar skrifað og bókmenntafræðingar nýtt sér skrif þeirra jafnt sem annarra sál- fræðinga.29 Almennt eru þeir sem fást við hugræna bókmenntafræði ekki þeirrar skoðunar að aðferðir raunvísinda – og félagsvísinda – geti komið í stað bókmenntagreiningar þó skoðanir séu skiptar meðal þeirra um hversu raunvísindalegt fræðasviðið skuli vera. Ýmsir þeirra fást við empírískar rannsóknir, aðrir ekki, en allir sameinast þeir í þeirri meginafstöðu að við rannsóknir á bókmenntum þurfi að taka meira tillit en gert hefur verið til þess að náttúran hefur tiltekin einkenni og á sér sögu sem er forsenda menningar; að mannskepnan er gerð úr garði á sérstakan hátt og það markar mál hennar og athæfi allt. Fyrir vikið eru þeir flestir ósammála þeim hugmyndum Saussure um tungumál sem settu frekast svip sinn á bókmenntafræði á 20. öld.30 Á milli málkerfis (fr. langue) og málnotkunar (fr. parole) hjá honum er eyða sem þeir vilja fylla með því að gera grein fyrir 27 Sjá t.d. daniel L. Schacter, The Seven Sins of Memory: How the Mind Forgets and Remembers, New York: Mariner Books, 2002; david McNeill, Hand and Mind: What Gestures Reveal about Thought, New York og Chicago: University of Chicago Press, 1996 og Giacomo Rizzolatti og Laila Craighero, „Mirror neuron: a neurological approach to empathy “, Neurobiology of Human Values, ritstj. Jean-Pierre P. Chan- geux o.fl., Berlín og Heidelberg: Springer Verlag, 2005, bls. 107–124. 28 Rannsóknir sýna þó að þarna er ekki um sömu fyrirbæri að ræða, sbr. Tania Singer, „The neuronal basis and ontogeny of empathy and mind reading: Review of literat- ure and implications for future research“, Neuroscience and Biobehavioral Reviews 6/2006, bls. 855–863. – Um spegilfrumur og hugarlestur, sjá t.d. Vittorio Gallese og Alvin Goldman, „Mirror neurons and the simulation theory of mind-reading“, Trends in Cognitive Sciences 12/1998, bls. 493-501. 29 Sjá t.d. Paula Leverage, Howard Mancing, Richard Schweickert og Jennifer Mar- ston William, „Introduction“, Theory of Mind and Literature, ritstj. Paula Leverage o.fl., West Lafayette, Indiana: Perdue University Press, 2011, bls. 1–11. 30 Fyrir áratug komu út verk Saussures sem menn höfðu ekki fyrr séð á prenti og þar reynast hugmyndir hans að ýmsu leyti aðrar en þær sem menn hafa kynnst í Cours de linguistique générale eða útleggingum á því verki. Sjá Ferdinand de Saussure, Ecrits de linguistique générale, útg. og ritstj. Simon Bouquet og Rudolph Engler í samvinnu við d’Antoinette Weil, [Paris]: Gallimard, 2002. BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.