Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 23

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 23
23 bókmenntafræði rétt komin á táningsár.39 Erfitt er að gera henni skil í stuttu máli, t.d. af því að hún er afar fjölbreytt, fátt hefur verið skrifað um hugræn málvísindi hérlendis og svið bókmenntafræðinnar yfirleitt er víð- ara en það var fyrir nokkrum áratugum. Að auki leggja menn ólíka merk- ingu í hugtök. Heitið hugræn skáldskaparfræði nota margir, annars vegar um sérstaka kenningu Reuvens Tsur (e. Cognitive Poetics), en hins vegar um fræðasviðið allt. Í íslensku nútímamáli er hins vegar venjan að nota bókmenntafræði sem almennt heiti á því sviði sem fæst við bókmenntir og því er fylgt hér. Þar með verður nafnið hugræn skáldskaparfræði látið ná yfir tvennt, annars vegar kenningu Tsurs; hins vegar þann anga hugrænnar bókmenntafræði er tekur einkum til stílfræði og ljóðlistar, en um hann verður fjallað í sérstökum kafla. Annar kafli verður um hugræna frásagn- arfræði og stöðu hennar innar frásagnarfræðinnar almennt. Loks verður fjallað um fagurfræði viðtakna, siðfræði lesturs og hugræna söguhyggju og menningarfræði, en tvennt hið síðasttalda hefur færst æ meira í aukana síðustu ár – og tekur til allra greina bókmennta.40 Hér skal þó í upphafi fjallað um tvo brautryðjendur hugrænnar bókmenntafræði. 1. Meðal brautryðjenda Ungversk-ísraelski bókmenntafræðingurinn Reuven Tsur tók til við að þróa sínar kenningar áður en hugræn málvísindi voru komin á skrið og er t.d. lítt hrifinn af metafórukenningum Lakoffs.41 Formalismi, strúkt- úralismi, sálfræði og taugalíffræði eru stefnurnar og fræðasviðin sem hann sækir frekast til, auk sálfræðilegra málvísinda. Tsur heldur því fram að með atbeina hugrænna skáldskaparfræða megi á kerfisbundinn hátt gera grein fyrir tengslunum milli formgerðar bókmenntatexta og áhrifanna sem les- endur/áheyrendur skynja – og skilja að auki milli formgerða textanna og áhrifa af öðrum toga.42 Tsur fæst einkum við ljóðlist. Hann kannar, m.a. með empírískum aðferðum, hvaða áhrif ýmsir þættir hennar hafa á skynj- un lesenda, en hann hefur líka velt því fyrir sér hvernig altæk vitsmunaferli 39 Sjá t.d. Alan Richardson og Francis F. Steen, „Literature and the Cognitive Revolution: An Introduction“, Poetics Today 1/2002, bls. 6–7. 40 Umfjöllun um aðra anga hugrænnar bókmenntafræði eins og þróunarhyggju, bíður betri tíma. 41 Sjá Reuven Tsur, „Lakoff’s roads not taken“, Pragmatics & Cognition 2/1999, bls. 339–359. 42 Reuven Tsur, „Aspects of Cognitive Poetics“, Cognitive Stylistics: Language and cognition in text analysis, ritstj. Elena Semino og Jonathan Culpeper, Amsterdam og Philadelphia: John Benjamins, 2002, bls. 279. „HOLdIð HEFUR VIT“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.