Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 24
24
móta menningar- og bókmenntaform og hvernig skýra megi breytingar í
bókmenntasögu með flóknu samspili heila og menningar.43 Rótfesta Tsurs
í formalisma og strúktúralisma kemur fram í nýlegri grein hans um skáld-
skapargildi og fagurfræðilegar eigindir.44
Mark Turner varð öfugt við Tsur fyrir áhrifum af hugrænum málvísind-
um. Í samvinnubók hans og Lakoffs, More than Cool Reason, er fjallað nánar
um skáldskap og líkingar en í Metaphors We Live By. Lakoff og Turner
gera ráð fyrir að í ljóðlist sé unnið á fernan hátt með þær venjubundnu lík-
ingar sem einkenna alla hugsun, þær séu víkkaðar út eða tengdar saman;
þeim sé umbreytt (e. elaborated) eða þær véfengdar.45 Í bókinni er því líka
haldið fram að stór hluti þeirra metafóra sem kallaðar séu stirðnaðar eða
dauðar (e. dead metaphors), séu í reynd lifandi eða með lífsmarki.46 More
than Cool Reason og verk Turners sem í kjölfar hennar fylgdu, áttu mikinn
þátt í að vekja áhuga bókmenntafræðinga á hugrænum fræðum. Snemma
á tíunda áratug síðustu aldar gagnrýndi hann þá samt fyrir að hirða ekki
nógu mikið um mannshugann. Hann boðaði það sem hann nefndi „hug-
ræna mælskufræði“ (e. cognitive rhetoric), við mismikla hrifningu; ýmsum
samtíma tilhneigingum í textalestri vandaði hann ekki kveðjurnar en vildi
sjálfur beina sjónum að hinum „lesandi huga“ og skýra einkenni texta í
ljósi hans.47 Heldur seinna hélt Turner því fram í ritinu The Literary Mind
að það giltu ekki nein sérstök hugarlögmál um frásagnir bókmennta; bók-
menntahugurinn væri „hversdagshugur“48 manna og sagan (e. story) væri
grundvallarlögmál hugans, enda væri obbinn af reynslu manna, þekkingu
og hugsun felldur í sögu. Þar með víkkaði svið bókmenntasögunnar langt
43 Sjá t.d. Reuven Tsur, Poetic Rhythm – Structure and Performance: An Empirical
Study in Cognitive Poetics, Bern og Berlín: Peter Lang, 1998 og „Some Cognitive
Foundations of ‘‘Cultural Programs’’“, Poetics Today 1/2002, bls. 63–89.
44 Reuven Tsur, „The poetic function and aesthetic qualities: cognitive poetics and
the Jakobsonian model“, Acta Linguistica Hafniensia 1/2010, bls. 2–19.
45 George Lakoff og Mark Turner, More than Cool Reason: A Field Guide to Poetic
Metaphor, Chicago og London: The University of Chicago Press, 1989.
46 Sama heimild, bls. 127–131.
47 Sjá Mark Turner, Reading Minds: The Study of English in the Age of Cognitive Science,
Princeton, NJ: Princeton University Press, 1991, bls. 3. Um þá sem hrifust lítt af
bók Turners, sjá t.d. Sabine Gross, „Cognitive Readings; or, The disappearance of
Literature in the Mind“, Poetics Today 2/1997, bls. 271–292 og Stuart Moulthrop,
„Fearful Circuitry: Landow’s Hypertext“, Computers and the Humanities 1/1994,
bls. 53–62 (t.d. bls. 58–59).
48 Mark Turner, The Literary Mind, New York: Oxford University Press, 1996, bls.
vi.
BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR