Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 24

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 24
24 móta menningar- og bókmenntaform og hvernig skýra megi breytingar í bókmenntasögu með flóknu samspili heila og menningar.43 Rótfesta Tsurs í formalisma og strúktúralisma kemur fram í nýlegri grein hans um skáld- skapargildi og fagurfræðilegar eigindir.44 Mark Turner varð öfugt við Tsur fyrir áhrifum af hugrænum málvísind- um. Í samvinnubók hans og Lakoffs, More than Cool Reason, er fjallað nánar um skáldskap og líkingar en í Metaphors We Live By. Lakoff og Turner gera ráð fyrir að í ljóðlist sé unnið á fernan hátt með þær venjubundnu lík- ingar sem einkenna alla hugsun, þær séu víkkaðar út eða tengdar saman; þeim sé umbreytt (e. elaborated) eða þær véfengdar.45 Í bókinni er því líka haldið fram að stór hluti þeirra metafóra sem kallaðar séu stirðnaðar eða dauðar (e. dead metaphors), séu í reynd lifandi eða með lífsmarki.46 More than Cool Reason og verk Turners sem í kjölfar hennar fylgdu, áttu mikinn þátt í að vekja áhuga bókmenntafræðinga á hugrænum fræðum. Snemma á tíunda áratug síðustu aldar gagnrýndi hann þá samt fyrir að hirða ekki nógu mikið um mannshugann. Hann boðaði það sem hann nefndi „hug- ræna mælskufræði“ (e. cognitive rhetoric), við mismikla hrifningu; ýmsum samtíma tilhneigingum í textalestri vandaði hann ekki kveðjurnar en vildi sjálfur beina sjónum að hinum „lesandi huga“ og skýra einkenni texta í ljósi hans.47 Heldur seinna hélt Turner því fram í ritinu The Literary Mind að það giltu ekki nein sérstök hugarlögmál um frásagnir bókmennta; bók- menntahugurinn væri „hversdagshugur“48 manna og sagan (e. story) væri grundvallarlögmál hugans, enda væri obbinn af reynslu manna, þekkingu og hugsun felldur í sögu. Þar með víkkaði svið bókmenntasögunnar langt 43 Sjá t.d. Reuven Tsur, Poetic Rhythm – Structure and Performance: An Empirical Study in Cognitive Poetics, Bern og Berlín: Peter Lang, 1998 og „Some Cognitive Foundations of ‘‘Cultural Programs’’“, Poetics Today 1/2002, bls. 63–89. 44 Reuven Tsur, „The poetic function and aesthetic qualities: cognitive poetics and the Jakobsonian model“, Acta Linguistica Hafniensia 1/2010, bls. 2–19. 45 George Lakoff og Mark Turner, More than Cool Reason: A Field Guide to Poetic Metaphor, Chicago og London: The University of Chicago Press, 1989. 46 Sama heimild, bls. 127–131. 47 Sjá Mark Turner, Reading Minds: The Study of English in the Age of Cognitive Science, Princeton, NJ: Princeton University Press, 1991, bls. 3. Um þá sem hrifust lítt af bók Turners, sjá t.d. Sabine Gross, „Cognitive Readings; or, The disappearance of Literature in the Mind“, Poetics Today 2/1997, bls. 271–292 og Stuart Moulthrop, „Fearful Circuitry: Landow’s Hypertext“, Computers and the Humanities 1/1994, bls. 53–62 (t.d. bls. 58–59). 48 Mark Turner, The Literary Mind, New York: Oxford University Press, 1996, bls. vi. BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.