Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 46
46
þ.e. séu „embodied“, að við hugsum með líkamanum en ekki heilanum
einum. Við lítum á slíkar hugtakslíkingar í norrænu/íslensku samhengi og
fáum innsýn í hvernig tengja má greiningar við félagslegar og sögulegar
rannsóknir.
Til að gera langa sögu stutta komu menn niður á hugtakslegan veruleika
sem lá hinum ýmsu yrðingum um reiði að baki á enskri tungu, á þann veg
að hugtakslíkingin reiði er heitur vökvi í íláti (e. anger is a hot fluid
in a container), sé að baki orðalags eins og hann sprakk, það sauð uppúr hjá
honum, honum rann í skap, hann var svo reiður að reyk lagði úr eyrum hans
o.s.frv. Það var ekki að undra að hugfræðingum væri tíðrætt um þessa hug-
takslíkingu því hún studdi hnyttilega þá kröfu að líkingamál sprytti gjarna
af líkamsreynslu. Hér var líkingin í samræmi við það hvernig líkaminn
bregst við reiði, þ.e. að hjartsláttur, blóðþrýstingur og hörundshiti eykst;
blóðið heita sem jók sinn þrýsting í líkamanum féll sem flís við rass að
vökvanum heita í hugtakslíkingunni. Um leið benti þessi líkamssamsvörun
til þess að um altæka (e. universal) hugtakslíkingu væri að ræða, þar sem
álykta má að allir menn bregðist við á sama hátt þegar um líkamann er að
ræða. Hér voru eigi spöruð stóru orðin.
Árið 1995 birtist síðan grein sem benti á að þessi hugtakslíking
gæti einnig átt sér skýringar í vestrænum menningararfi. Geeraerts og
Grondelaers benda á þá skýringu Grikkjans Hippókratesar frá Kós að geð-
sveiflur eða geðshræringar stýrist af ólíkum líkamsvessum sem hrærðu sig í
líkama mannsins (sbr. vökva í íláti), en hún var allsráðandi langt fram eftir
öldum.9 Þessi víxlverkunar-tilgáta hins líkamlega og menningarlega hefur
síðar meir verið almennt viðurkennd, og hugsuð áfram m.a. af Kövecses
sem er stilltari í orðalagi en í fyrri greinum er hann breytir hugtakslíking-
unni í persóna í tilfinningalegu uppnámi er ílát með þrýstingi (e. a
person in an intense emotional state is a pressurized container), og
segir að sú líking „gæti verið næstum altæk“ (e. near-universal).10 Þannig
ætlar Kövecses að „heitavökva-líkinguna“ beri fremur að skilja sem menn-
ingar-félagslegt tilbrigði hinnar áðurnefndu líkingar um persónu í upp-
námi.
9 dirk Geeraerts og Stefan Grondalaers, „Looking back at anger: Cultural traditions
and metaphorical patterns“, Language and the Cognitive Construal of the World Series,
Trends in Linguistics – Studies and Monographs 82, ritstj. John R. Taylor, Berlin,
New York: Mouton de Gruyter, 1995, bls. 153-179.
10 Zoltán Kövecses, Metaphor in Culture: Universality and Variation, Cambridge: Cam-
bridge University Press, 2005, bls. 43.
BERGSVEINN BIRGISSON