Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 47

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 47
47 Svo virðist sem norrænar málheimildir geti staðfest að þessi reiði- umræða hafi nokkuð til síns máls. Í elstu dróttkvæðum norrænum virð- ast skáldin í allra flestum dæmum virkja hugtakslíkinguna um persónu í uppnámi sem ílát með þrýstingi en ekki líkinguna sem leggur að jöfnu reiði og heitan vökva í íláti. Ólíkar kenndir, svo sem heipt, harmr, sút og sorg eru sagðar „svella“ eða „þrútna“ í brjósti eða huga manneskjunnar. Stundum vísar þrútnunin ekki til neinnar sérstakrar tilfinningar, held- ur kemur aðeins fram að „móðr (hugur) svall“.11 Algengasta orðið fyrir reiðitilfinningu í fornkvæðum, vreiði, finnst í þessu þrútnunarsamhengi, og er athyglivert að ekki er endilega um neikvætt eða eyðileggjandi afl að ræða, sennilega vegna þeirra lífeðlisfræðilegu sanninda sem koma fram hjá skáldi eins og Eilífi Goðrúnarsyni kringum árið 900, að reiður maður er að jafnaði óhræddur.12 Því má ætla að reiði sé álitið jákvætt afl, a.m.k. í bardagasamhengi víkingaaldar, nokkuð sem lifir enn hjá höfundi Konungs Skuggsjár (um 1250) er hann hvetur hirðmanninn til að höggva frá sér af góðu skapi „og þó drjúglegri reiði“.13 Orðsifjar vreiði benda til hins sama, þ.e. að fornmenn hafi hvorki tengt reiði við hita né vökva. Ásgeir Blöndal rekur orðið til þeirrar uppruna- legu merkingar að hinn reiði sé „snúinn, afundinn eða afmyndaður af vonsku“.14 Þó finnst ein undantekning á þessu, reiðihugtakið bræði og lo. bráðr, rekur Ásgeir til frumrótarinnar *bher- ‘ólga, sjóða’. Áhugavert er að veita því athygli að lo. bráðr og bráðlyndr eru gjarna tengd þeim stjórnlausa, óþolinmóða og illkvittna í dróttkvæðum dæmum,15 líkt og áðurnefnd heitavökva-líking ýjar að um hinn reiða, eins og við komum að síðar. Það kom fram að reiði var ekki álitin neikvætt afl er kom að fornri stríðsmenningu. Ef marka má umsögn Snorra Sturlusonar um Harald hár 11 Sjá Finnur Jónsson og Sveinbjörn Egilsson, Lexicon Poeticum, 2. útg., Kaupmanna- höfn: det kongelige nordiske Oldskriftselskab, 1931: svella, þrútinn, þrútna. Meðal dæma þar eru: móðr svall, heipt svall í Högna, hugr svellr í brjósti, sollinn bergjarls brúðar vindr (þ.e. sollinn hugr). 12 Sjá Finnur Jónsson og Sveinbjörn Egilsson, Lexicon Poeticum, reiðr-2, einkum vísa 21 í Þórsdrápu, og Den norsk-islandske skjaldedigtning, IA, útg. Finnur Jónsson, 2. útg., København: Rosenkilde og Bagger, 1967, bls. 152 (hér eftir: Skj). 13 Konungs Skuggsjá, útg. Magnús Már Lárusson, Reykjavík: H.F. Leiftur, 1950, bls. 116. 14 Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Reykjavík: Orðabók Háskólans, 1995. Þetta gæti bent til líkingahugsunar þar sem skyndileg breyting í andliti hins reiða er varpað á fjörð sem breytir um svip eða „afmyndast“, t.d. þegar vindur blæs. 15 Finnur Jónsson og Sveinbjörn Egilsson, Lexicon Poeticum, bls. 61. STUTTUR KVEIKUR SKALLA-GRÍMS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.