Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 48

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 48
48 fagra, höfðu heiðnir menn norrænir samt fullan skilning á því að reiði gat haft eyðileggjandi afleiðingar og var því regla Haralds sú að hvert sinn „er skjót œði eða reiði hljóp á hann, at hann stillti sik fyrst ok lét svá renna af sér reiðina ok leit á sakar óreiðr“.16 Meðal fornmanna ríkti því það sem Kövecses kallar „ideal of channeled anger“,17 reiðin er æskileg á vissum vettvangi en ekki annars staðar. Nánari rannsókn á þrýstingsíláts-líkingunni sýnir að innihald ílátsins (e. source) er menningarbundið. Í mandarín-kínversku er reiðin skilin sem lofttegund sem eykur þrýsting sinn í hinum reiða einstaklingi.18 Nú er ekki takmark þessa greinarkorns að gera reiðilíkingum íslenskum nein tæmandi skil, og bendir allt til að fleiri en ein hugtakslíking hafi verið og sé enn virkjuð í íslensku nútímamáli. Kínverska innihaldið fær mann vissulega til að hugsa til hins fræga dæmis Þorsteins Gylfasonar um andlegt líf á Íslandi „Það fýkur í bónda. Það fýkur aldrei í nefnd“.19 Hér mætti ætla að það sé einhvers konar loft eða vindur sem fýkur í bónda, og að reiðinni sé jafnað við vindinn. Þetta minnir á það er menn segjast hafa „ímugust á e-u“, þ.e. ‘andúð, óvild, illan bifur’. Eins og Ásgeir Blöndal skýrir einnig, er orðið upprunalega kenning byggð á kenningamódelinu hugur er tröllkonu­ vindur, Íma er tröllkonuheiti: Ímu-gustur.20 Það áhugaverða hér er að þessi hugtakslíking (kenningamódel) er með öllu óskiljanleg og einungis ‘lifandi’ meðal elstu dróttkvæðaskálda. Rök þessarar líkingar mátti eflaust finna í goðsögn sem Snorri Sturluson og co. skráðu ekki í Eddu, og eru þau því með öllu horfin. En ef við veljum að skilja brjóstið (líkamann) sem hólk eða ílát utanum tilfinningar, þá ætti einmitt að geta fokið í hann ef við skiljum sem svo að tilfinningum eða geðshræringum (hug) sé jafnað við vind. Vandinn hér er hinsvegar sá að hugr getur bæði vísað til tilfinninga (svá segir mér hugr, hugr einn veit hvað býr hjarta nær) og íláts (mér kemr í hug, hugr svall). En þegar fýkur í fólk má ætla að geðshræringar hafi auk- inn þunga eða „vindstyrk“ eins og væri í þessu tilviki. Hinn kosturinn væri 16 Heimskringla I, ritstj. Bjarni Aðalbjarnarson, Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1941, bls. 144. 17 Kövecses, Metaphor in Culture, bls. 180. 18 Ning Yu, The contemporary theory of metaphor: Perspective from Chinese, Amsterdam: John Benjamins, 1998. 19 Þorsteinn Gylfason, Að hugsa á íslenzku, bls. 134. 20 Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, bls. 421. BERGSVEINN BIRGISSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.