Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 53

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 53
53 arviðbragð sem manneskjan er búin frá náttúrunnar hendi, og sem getur verið skynsamlegt að virkja undir vissum kringumstæðum. Öllu heldur er reiðin „grýlugerð“ sem eitthvað óæskilegt og framandi hinni skyn semis- bornu manneskju. Af þessum sökum myndast í samfélagi manna það sem Kövecses kallar „reiðileysis-hugsjón“ (e. anger-free ideal).33 Litið er á reið- ina sem hættulega og eyðileggjandi geðshræringu einvörðungu. Eins og myndin ýjar að er nálægum hætta búin ef vél eða gufuketill springur. Það ferli sem hófst á 19. öld og stíaði í sundur skynsemisverunni og reiðinni, það sem kalla mætti „vélvæðingu“ reiðinnar, má segja að sé nú orðið að viðteknu gildi. Gott dæmi um framhald þessarar þróunar er frasinn um að það sé „stuttur í e-m kveikurinn“, á norsku: „han har kort lunte“. Hér fáum við ekki lengur að velkjast í vafa um eyðileggingarmátt reiðinnar. Hugtakslíkingin að baki hlýtur að vera á þá lund að sá reiði er sprengja; hinn reiði er óneitanlega farinn að minna á hryðjuverkamann. Hér hefði Aristóteles tæplega verið ánægður með þróunina þar sem réttlát reiði gat talist til dyggða í hans siðfræði.34 Eins og áður greinir, lifum við nú með heitavökva-hugtakslíkingunni, án þess að hafa verið með í því að þróa hana, og án þess að hafa mikið um hennar skilaboð að segja: líkingin stýrir hugsun okkar á hugtakslegu plani sem liggur svo djúpt að hún verður ekki auðveldlega dregin upp í dags- ljós gagnrýninnar hugsunar. Samt sem áður hefur hugtakslíkingin áhrif á það hvernig við vegum og metum þessa geðshræringu, hún mótar viðhorf okkar og skoðanir. Þessi siðferðilegu áhrif hugtaksveruleikans eru kannski stærri en við viljum almennt viðurkenna. Athugum eitt. Hér hefur líkingin færst frá því að vera saklaus trópi eða fígura notuð í kvæðum og bundin við tungumálið, yfir í að móta sálrænan veruleika sem aftur er tengdur bæði siðferði og stjórnmálum. Líking er við- horf. Til eru barnabækur þar sem reiðin er mynduð sem hver önnur Grýla er bara leiðir til ills, og má ætla boðskapinn þann að börnum sé réttast að bæla þessa geðshræringu inni í sér með öllu. „Verið reið!“ sagði Hörður Torfason hinsvegar á mótmælendafundi sem haldinn var á Austurvelli eftir bankahrunið 2008, og mælti þar djarflega í mót skilaboðum hugtaksveru- leikans. Það er kannski það sem þarf til að viðhalda andlegu lífi á Íslandi, líkt og Þorsteinn Gylfason kom inn á – að fólk láti fjúka í sig af og til? Þetta innsæi hugrænna fræða í mannlega merkingarsköpun tel ég vera 33 Kövecses, Metaphor in Culture, bls. 180. 34 Sjá Kristján Kristjánsson, „Um geðshræringar“, bls. 308. STUTTUR KVEIKUR SKALLA-GRÍMS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.