Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 54
54
hið eina sem getur skýrt eitt og annað í nútímaveruleika íslenskum eftir
bankahrun, sem á engan hátt er hægt að skýra með rökum í ætt við skyn-
semi eða rökvísi. Metafórur eru þungvæg áróðurstæki, og þetta kunna
sum stjórnmálaöfl að nýta sér. Hin óhuganlega staðreynd er sú að það er
hægt að búa til hugtaksveruleika með endurteknum áróðri, s.s. gyðingar
eru svín eða hútúar eru stór tré sem þarf að grisja. Þegar þessi hug-
taksveruleiki hefur hreiðrað um sig í menningu eða samfélagi nógu lengi
verður hann „ósýnilegur“, hann er orðinn að fasta eða sannindum sem fólk
gengur út frá er það túlkar heiminn og sem hvíla óáreitt af rökhugsun og
siðferðilegum gildum.
III Líkingin og lífssagan –
vettvangsrannsókn í Agli Skallagrímssyni
Nú flytjum við okkur yfir á annað svið innan hugrænna fræða er varðar
skáldskaparfræði, á ensku poetics. Það er mikilvægt að marka hér skil vegna
þess að kenningafræðileg umræða heimspekinga og hugfræðinga hættir að
jafnaði þar sem rökum og skýringum á skilningi okkar á líkingum slepp-
ir. Teóretísk umræða snýst eins og áður segir að miklu leyti um að finna
almenn hugsunarlögmál er gilda fyrir allar líkingar og alla menn, meðan
sérkennum, fagurfræði og skáldlegri virkni líkinga er minni gaumur gef-
inn.
Tökum eitt dæmi til að skýra nánar. Bæði í hugrænum líkingafræðum
og blöndufræðum er sjónum fyrst og fremst beint að rökum fyrir líkingum
og því sem „passar“ og gerir samanburðinn í líkingu eða blöndu skiljanleg-
an og merkingarbæran. Hitt dyljum við, þjöppum saman eða fergjum (e.
compress) svo það standi ekki í vegi fyrir skilningi og skýrleiki blöndunnar
haldist.35
Skáldskaparfræðingar, líkt og stór skáld allra tíma, vita hinsvegar að
einnig það sem „passar ekki“ í metafóru hefur skáldlegt vægi. Að líkja epli
við epli væri fullkomin líking ef málið snérist aðeins um líkindi. Við vitum
að svo er ekki. Nægir hér að vísa til skilgreiningar franska súrrealistahugs-
uðarins Roger Calliois á hinni góðu skáldlegu mynd (líkingu): „The dist-
ance must be great and the obviousness beyond dispute: the shock stems
35 Mark Turner, „Aspects of the Invariance Hypothesis“, Cognitive Linguistics 2/1990,
bls. 254; George Lakoff, „The Invariance Hypothesis: Is Abstract Reason Based
on Image-Schemas?“, Cognitive Linguistics, 1/1990, bls. 66; Fauconnier og Turner,
The Way we Think, bls. 309–329.
BERGSVEINN BIRGISSON