Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 62

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 62
62 jöfnuð hlýtur að hafa séð það með eigin augum þegar slík þjöl var búin til. Ætla má að frumleikinn í yfirfærslunni milli inntaks 1 og 2 vísi til reynslu af báðum pörtum líkingarinnar. Á öðrum stað hef ég fært rök fyrir því hvern- ig hin frumlega gálgalíking Þjóðólfs úr Hvini, þar sem hinn hengdi „temur gálgahestinn“, hljóti að byggja á lífssögu skáldsins, sem hefur hvorttveggja séð, hesta tamda og köfnunarhengingu.51 Líking Egils er langt frá því að falla að líkingahugsun lærðra miðalda- manna eins og Snorra, þar sem líkingar eru bestar þegar þær eru auð- skildar samkvæmt hinni grísk-rómversku claritas fagurfræðihefð. Ágætt dæmi um þetta má finna í riti Aristótelesar, Rhetorica, þar sem segir að „líking einkennist framar öðru af skýrleika“.52 Þessi sýn á líkingar naut mikillar hylli á miðöldum, þó svo að Aristóteles hafi einnig skrifað í III bók Rhetorica að góð líking eigi að hafa vissan „framandleika“, og megi ekki vera of skýr.53 En slíkar hugleiðingar áttu ekki upp á pallborðið í seinni klassískri fagurfræði. Spyrja má hvort þetta sé ekki sú líkingahugsun sem hefur átt mestu fylgi að fagna í vestrænu samhengi seinni alda, þ.e. að sá sem nemur líkinguna þurfi að eyða sem minnstum kröftum í að skilja hana. Sem dæmi virðist líkingahugsun auglýsinga vera algerlega í samræmi við claritas fag- urfræðihefðina, krafan er að líkingin sé auðskilin, rökleg og grípandi.54 Þegar við með verkfærum hugsálarfræða (þ.e. þeirra sem snúast um rannsóknir hugarmynda) rýnum í líkingu Egils, sjáum við að við þurfum að beita því sem kallast hugarmyndaskoðun (e. image inspection) til að skilja líkinguna.55 Við þurfum að fókusera á þjölina og súma (e. zoom) inn á yfir- borð hennar til að finna þær dálitlu bylgjur sem Egill varpar á úfinn sjó. Þetta er líkingahugsun sú sem finna má í heiðnum dróttkvæðum. Hér má greina gamla ofljóst stílbragðið í líkingahugsuninni, þ.e. að „fela“ lausn- ina, maður þarf að þreifa sig áfram „með bragar fingrum“ líkt og blindur maður og leysa þannig gátuna. Fagurfræðinautnin liggur ekki í því að sýna færni í að „hafa auga fyrir því, hvað er líkt“,56 eins og er forsenda 51 Bergsveinn Birgisson, „Konuskegg og loðnir bollar“, bls. 136. 52 Þ.e. „metaphor most of all has clarity“. Aristóteles, Rhetorica (III 2.1405a4), þýðandi W. R. Roberts, The Works of Aristotle Translated into English. Vol. XI. Rhetorica. Ox- ford: Clarendon Press, 1946. 53 Sama heimild, 1410b. 54 Bergsveinn Birgisson, „Konuskegg og loðnir bollar“, bls. 110–115. 55 Stephen M. Kosslyn, Image and Brain: The Resolution of the Imagery Debate, Cam- bridge MA: MIT Press, 1994. 56 Aristóteles, Um skáldskaparlistina, Kristján Árnason þýddi, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1976, bls. 85. BERGSVEINN BIRGISSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.