Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 62
62
jöfnuð hlýtur að hafa séð það með eigin augum þegar slík þjöl var búin til.
Ætla má að frumleikinn í yfirfærslunni milli inntaks 1 og 2 vísi til reynslu af
báðum pörtum líkingarinnar. Á öðrum stað hef ég fært rök fyrir því hvern-
ig hin frumlega gálgalíking Þjóðólfs úr Hvini, þar sem hinn hengdi „temur
gálgahestinn“, hljóti að byggja á lífssögu skáldsins, sem hefur hvorttveggja
séð, hesta tamda og köfnunarhengingu.51
Líking Egils er langt frá því að falla að líkingahugsun lærðra miðalda-
manna eins og Snorra, þar sem líkingar eru bestar þegar þær eru auð-
skildar samkvæmt hinni grísk-rómversku claritas fagurfræðihefð. Ágætt
dæmi um þetta má finna í riti Aristótelesar, Rhetorica, þar sem segir að
„líking einkennist framar öðru af skýrleika“.52 Þessi sýn á líkingar naut
mikillar hylli á miðöldum, þó svo að Aristóteles hafi einnig skrifað í III bók
Rhetorica að góð líking eigi að hafa vissan „framandleika“, og megi ekki vera
of skýr.53 En slíkar hugleiðingar áttu ekki upp á pallborðið í seinni klassískri
fagurfræði. Spyrja má hvort þetta sé ekki sú líkingahugsun sem hefur átt
mestu fylgi að fagna í vestrænu samhengi seinni alda, þ.e. að sá sem nemur
líkinguna þurfi að eyða sem minnstum kröftum í að skilja hana. Sem dæmi
virðist líkingahugsun auglýsinga vera algerlega í samræmi við claritas fag-
urfræðihefðina, krafan er að líkingin sé auðskilin, rökleg og grípandi.54
Þegar við með verkfærum hugsálarfræða (þ.e. þeirra sem snúast um
rannsóknir hugarmynda) rýnum í líkingu Egils, sjáum við að við þurfum
að beita því sem kallast hugarmyndaskoðun (e. image inspection) til að skilja
líkinguna.55 Við þurfum að fókusera á þjölina og súma (e. zoom) inn á yfir-
borð hennar til að finna þær dálitlu bylgjur sem Egill varpar á úfinn sjó.
Þetta er líkingahugsun sú sem finna má í heiðnum dróttkvæðum. Hér má
greina gamla ofljóst stílbragðið í líkingahugsuninni, þ.e. að „fela“ lausn-
ina, maður þarf að þreifa sig áfram „með bragar fingrum“ líkt og blindur
maður og leysa þannig gátuna. Fagurfræðinautnin liggur ekki í því að
sýna færni í að „hafa auga fyrir því, hvað er líkt“,56 eins og er forsenda
51 Bergsveinn Birgisson, „Konuskegg og loðnir bollar“, bls. 136.
52 Þ.e. „metaphor most of all has clarity“. Aristóteles, Rhetorica (III 2.1405a4), þýðandi
W. R. Roberts, The Works of Aristotle Translated into English. Vol. XI. Rhetorica. Ox-
ford: Clarendon Press, 1946.
53 Sama heimild, 1410b.
54 Bergsveinn Birgisson, „Konuskegg og loðnir bollar“, bls. 110–115.
55 Stephen M. Kosslyn, Image and Brain: The Resolution of the Imagery Debate, Cam-
bridge MA: MIT Press, 1994.
56 Aristóteles, Um skáldskaparlistina, Kristján Árnason þýddi, Reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag, 1976, bls. 85.
BERGSVEINN BIRGISSON